Breyttur söngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Breyttur söngur

Fyrsta ljóðlína:Uppi’ í brekku Litli-lækur
bls.17
Bragarháttur:Skammhent eða skammhenda (létthenda, drjúgmælt, hvinhent)
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Uppi’ í brekku Litli-lækur
lék og söng og hló;
fyrir blóm og bláa steina
bylgju-gígju sló.
2.
Söng um vor er von og yndi
vakti sólin góð,
en í kvöldsins kyrrð og blíðu
kvað hann vögguljóð.
3.
Söng um barna ljúfa leiki,
litla bæinn minn.
Sætar, glaðar sæluvonir
söng í hugann inn.
4.
Og hann syngur og hann líður
enn hinn sama stig;
en — uppi’ í brekku Litli-lækur
ljóðar nú um þig.