Fiskætusálmur* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fiskætusálmur*

Fyrsta ljóðlína:Afbragðsmatur er ýsan feit
bls.415–416
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Afbragðsmatur er ýsan feit,
ef hún er bæði fersk og heit,
soðin í sjóarblandi.
Líka prísa ég lúðuraf.
Lax og silungur ber þó af
hverskyns fisk hér á landi.
Langan svangan
magann seður,
soltinn gleður.
Satt ég greini.
Úldin skata er iðra reynir.
2.
Morkinn hákarl, sem matar hníf,
margra gerir að krenkja líf.
Ríkismenn oft það reyna.
Um háfinn hugsa húskar meir.
Hann í eldinum steikja þeir.
Brjósk er í staðinn beina.
Hlýrinn rýri,
halda menn
af honum renni
hræðileg feiti.
En rauðmagi er besti rétturinn heiti.
3.
Karfinn feitur ber fínan smekk.
Fáum er spáný keilan þekk.
Upsinn er alls á milli.
Þorskurinn, sem í þaranum þrífst,
þrefaldur út úr roðinu rífst.
Frá ég hann margan fylli.
Þorskinn, roskinn,
rifinn, harðan,
rétt óbarðan
ráð er besta
að bleyta í sýru á borð fyrir presta.