Drangey | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Drangey

Fyrsta ljóðlína:Þar sem norðankaldinn öldum ýtir
bls.23–24
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) fimmkvætt:ABBA
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þar sem norðankaldinn öldum ýtir
inn um fjörð að sléttum mararsandi,
úti Drangey liggur fyrir landi,
lauga hana froðustrókar hvítir.
2.
Skógarmannsins hinsta trausta hæli
hömrum girt í bláum speglast sævi.
Þar sem kappinn svikinn enti ævi,
ennþá má sjá rúst af Grettisbæli.
3.
Gaman er þar oft á blíðum kvöldum
undir bröttum hömrum sitja í skjóli.
Breiða silfurbrú frá Tindastóli
byggir Máni á kvikum mararöldum.
4.
Og er sól af austurbrúnum köldum
ástargeislum vermir morgunblæinn,
geislum þeim sem hoppa öldu af öldu –
undraljóma varpa yfir sæinn,
5.
þá er dýrlegt úti þar að eira
einn á bát í morgunroðans hjúpi,
sjá, hve geislar blika á bláu djúpi,
bárugjálp og fuglakvak að heyra.
6.
Þegar Ægir gyrðist megingjörðum,
grjótið mylur, þyrlar lausum sandi,
Þegar Norðri leggur þar að landi
langskipunum hvítu, veðurbörðum,
7.
Þegar Ægir gyrðist megingjörðum,
grjótið mylur, þyrlar lausum sandi,
þegar Norðri leggur þar að landi
langskipunum hvítu, veðurbörðum,
8.
þá er tröllsleg útsýn þar við eyna,
andann grípur skelfing þá og hrylling.
Er menn hlusta á hafs og vinda trylling,
hljóða setur flesta eins og steina.
9.
Drangey, fögur ertu eins í hríðum,
og þá sól í logni gyllir fjörðinn!
Tigin, svipstór, eins og ættarjörðin
okkar. Sit þú heil í ægi víðum!