Æskuslóðir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Æskuslóðir

Fyrsta ljóðlína:Græn er höllin girnileg
bls.142-143
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Græn er höllin girnileg,
gróður á öllum borðum.
Hér við fjöllin átti eg
æskuvöllin forðum.
2.
Fossar hlæja, hrönnin kvik
hamra fægir þilið.
Við skulum æja augnablik
upp við bæjargilið.
3.
Klettaskeið og troðin tröð,
tæp á heiðarrana.
Þessar leiðir gekk ég glöð,
gömlu sneiðingana.
4.
Melnum háa uppi á
ótal lágu sporin.
Þaðan frá um fjöllin blá
fjærst má sjá á vorin.
5.
Langt frá sænum léttar þar
lækjarsprænur falla,
og í blænum ilmur var
upp um græna hjalla.