Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sveinn Þorleifsson * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sveinn Þorleifsson *

Fyrsta ljóðlína:Enn man ég sár það er sára
bls.46–47
Viðm.ártal:≈ 0

Sveinn Þorleifsson
(Undir nafni ekkju hans)

1.
Enn man ég sár það er sára
mér sárastan vakti
tárblandinn trega, svo löngum
týndist mér yndi,
enn man ég vininn minn væna,
þann vakti mér gleði,
enn man ég æskunnar stundir,
þó um séu liðnar.
2.
Enn man ég harm þann er harma
mér helst gekk að hjarta,
á brjósti mér ben* þegar vakti
brandur* forlaga,
hjartkæran einan þann áttag
elskhugann besta,
dauðinn með harðvígri hendi
mér hreif brott úr örmum.
3.
Krepptu mér sorgir að sefa,*
er sá ég þig beygðan
særandi sjúkdóma viðjum,
er síst mátti losa,
huga míns unaðsemd eina,
sem áttag í heimi,
ástfólginn virtir mig ástar
sem aldrei nam rofna.
4.
Vissi þinn víðskyggni andi
í vændum sér átti
fríun og frelsi af nauðum,
því fagnandi þreyði.
Nú er þér sæl ofar sólu
með sannhelgum fengin
græðing á meinum og mæðu
svo minnist ei harma.
5.
Heilbrigði hverful þó fyndist,
var hugur þinn sami,
hóglátur hversdags og skemmtinn,
en hafnaðir glaumi,
alls var þér snilli að öllu
in ítrasta lagin,
dyggð var þinn einkunnar aðall,
frá oflæti sneiddur.
6.
Fjörs213 meðan tæmast ei tímar,
eg trega þig látinn,
endur þá fæ ég þig fundinn
því fagnar minn andi,
mínu þín minning í hjarta
skal mynduð þeim rúnum,
enginn sem af máir tími,
uns aldur mig þrýtur.




Athugagreinar

Sveinn Þorleifsson á Ysta-Mói í Fljótum (1822-1864). Sjá Skagfirskar æviskrár 1850-1890 I, bls. ...
2.3 ben = sár. 2.4 brandur = sverð.
3.1 sefi = hugur.