Eldur í Skaftárjökli * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eldur í Skaftárjökli *

Fyrsta ljóðlína:Hvort mun Loki löngu bundinn
bls.27-28
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Snemma í janúar 1873 varð mikið eldgos í Skaptárjökli, sbr. nokkrar fréttir í Þjóðólfi þá um veturinn. Skv. timarit.is er ekki skrifað um önnur eldgos þar á dögum Einars Andréssonar. Þetta kvæði er líka í handrit á Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki, HSk 666 4to. Þar er nokkur orðamunur í sumum erindunum.
Eldur í Skaptárjökli*

1.
Hvort mun Loki löngu bundinn
læðing* fornum sloppinn frá?
Titrar loft en gnötrar grundin,
grenjar þruman raddarhá,
ískrar bál í dökku djúpi,
dimmur skelfur álfa bás,*
skjallahvítum skrýddur hjúpi
Skaftfellinga stynur ás.
2.
Hann freyðir út af gini gráu
glóð og vikri firna leið,
reykjarstroku hvirflar háu
heiðblátt undir mána skeið.*
Báls þar aldan rás sér ryður
rósum þakin sortnar grund,
öllu kviku fellst þar friður,
fjötrast lífið dauðablund.
3.
Ysjublandin* aldan leiðir
aur og sanda vítt um frón,
túnum jafnt og engjum eyðir,
ómetandi vinnur tjón.
Fyrr þar brostu grænar grundir,
gárum storkið brunahraun
hreykist skýja skarir undir,
skatna* sjónum býður raun.
4.
Aldrei framar Flosi ríður
fjall og niður Goðaland.
Jökulvættur braut á bíður
og breiðum veifar logabrand.
Sig má Kári sjálfur vara
og sækja vestur hefndum frá,
því gneistaflaugar gandreið fara
glóðar vígahnöttum


Athugagreinar

1.2 læðingur = fjötur (einn þriggja fjötra sem lagður var á Fernisúlf).
1.6 bás álfa = (líklega) klettur.
2.4 skeið mána = heiminn.
3.1 ysja = suddi, rigning.
3.8 skatnar = menn. 
Í síðasta erindi mun haft í huga að leið Flosa á Svínafelli að austan til Njálsbrennu og hefndarleiðangur Kára Sölmundarsonar um Vestur-Skaftafellssýslu lá um þessar slóðir.