Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vort traust er allt á einum þér | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vort traust er allt á einum þér

Fyrsta ljóðlína:Vort traust er allt á einum þér
bls.79-80
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Vort traust er allt á einum þér
Lag. Herra Guð í himnaríki.

1.
Vort traust er allt á einum þér,
vor ástarfaðir mildi.
Þín náð og miskunn eilíf er,
það alla hugga skyldi.
2.
Þú ert vor stoð og einkahlíf,
svo engu þurfum kvíða,
vor huggun, athvarf, ljós og líf.
Æ, ljúft er því að stríða.
3.
Í hverju, sem að höndum ber,
og hvað sem bágt oss mætir,
þín hjálp oss nálæg ætíð er
og allar raunir bætir.
4.
Þín forsjón vakir yfir oss,
þín alvöld hönd oss leiðir,
þú linar böl og léttir kross
og lífsins meinum eyðir.
5.
Þú græðir hjartans sviðasár,
þú syndir fyrirgefur,
þú stöðvar öll vor angurstár,
þú alla náð umvefur.
6.
Þín föðurnáð, æ fersk og ný,
oss föðurgæðum seður
og lífsins kjörum öllum í
oss annast, blessar, gleður.
7.
Vort traust er allt á einum þér,
því allt þú gott oss veitir.
Þín náð og miskunn eilíf er,
þú öllu' í sigur breytir.