Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fimbulveturinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimbulveturinn

Fyrsta ljóðlína:Allt er að sökkva í köldum klaka
bls.2008-209
Bragarháttur:Aukin langhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Allt er að sökkva í köldum klaka,
karlar og meyjar, sauðir, ær;
hamrammir vindar skafla skaka,
skelfur tindur en hrisstist bær.
2.
Grenjandi sjórinn landið lemur
og lúinn stynur aftur hljótt;
náhljóð úr öllum klettum kemur,
er króknar jörð á heljarnótt.
3.
Nú ætla flestir fimbulvetur
á ferðum sé um norðurgeim;
það er líklegt, og því er betur,
þá styttist inn í næsta heim.
4.
Það er víst betra þar að lifa,
þar festir aldrei snjó á tún;
gaman mun þá í grasi að skrifa
á gullnar töflur himinrún.
5.
Þá verður allra hreta hljómur
horfinn í liðins tíma dá,
rétt eins og dauður drafnar ómur
í dala skjóli langt frá sjá.