Kvæði til Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði til Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði

Fyrsta ljóðlína:Bágstaddur er nú Magnús minn
bls.212
Viðm.ártal:≈ 1825

Skýringar

Kvæði Hallgríms Ásmundssonar til Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði:

Kvæðið orti Hallgrímur til Ísfjörðs kaupmanns á Eskifirði þar sem hann biður kaupmann að veita Magnúsi bónda á Hryggstekk úttekt en hann hafði áður neitað honum. Var komið fast að jólum er þetta var. Þetta hefur líklega verið um 1830 eða litlu fyrr.
1 Bágstaddur er nú Magnús minn,
má engin honum bjarga,
því hvorki vill þessi karlfuglinn
konu né börnum farga.

2 Fyrst guð vill ekki gleðja hann,
grát hans né bænir nýta
einhver verður á aumingjann
augum miskunnar líta.

3 Ó, minn háttvirti eðla vin,
upp á hvers náð vér vonum,
bljúgur andvarpa, bið og styn:
blessaðir, lánið honum.