Ofdrykkju viðurstyggð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ofdrykkju viðurstyggð

Fyrsta ljóðlína:Brennivín brjálar minni,
bls.175–176
Viðm.ártal:≈ 1750

Skýringar

Kvæðið er hér birt eftir eftir fjórðu útgáfu Snótar 1945 en hafði áður birst í fyrstu útgáfu Snótar 1850 og í annarri útgáfu 1865.
1.
Brennivín brjálar minni,
brennivín hvessir tennur,
brennivín brigslum annar,
brennivín losta kennir,
brennivín barkar munninn,
brennivín heilsu grennir,
brennivín bruggar flönnum
brennandi kvala spennu.
2.
Brennivínsdrykkja bönnuð,
brýtur grið, heiftum flýtir,
skaðar vit, skerðir heiður,
skúfar dyggð, hræsni ljúfust,
ergir lán, eignum fargar,
ærir geð, losta nærir,
deyðir sál, djöfulinn gleður,
drottins réttindi spottar.
3.
Augu manns öll aflagar,
eyrnanna deyfist heyrnin,
málið í munni þvælir,
meinar styrkleika beinum,
hokinn líkama hrekur
hnjótandi byltum ljótum,
útbíar allt ágæti
ölvaðra; fari hún bölvuð.