Þakklætissálmur eftir meðtekning heilagrar kvöldmáltíðar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þakklætissálmur eftir meðtekning heilagrar kvöldmáltíðar

Fyrsta ljóðlína:Himneski faðir hjartakæri
bls.(bls. 86–91)
Viðm.ártal:≈ 1725
Flokkur:Sálmar
1.
Himneski faðir hjartakæri,
hreinasti elsku brunnur,
líf mitt og sál þér lof syngi,
líka munnur og rómur.
Hold þitt og blóð nú hefur mig
hjálplega nært og drykkjað.
Ástverk þín eru óteljanleg,
öllum er vel þeim skikkað.
En hvað er eg, ill og óverðug,
aumasta syndug skepna
sem Guð hefur svo til góðan hug
að gjöra um eilíifð heppna.
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
2.
Alla framkomna ást og trú
eg þér, minn Jesú, þakka,
mannlegt hold á þig mitt tókst þú,
mér lést þitt guðspjall skikka:
Fyrir dauðastríð þitt stórt
og strangt og gæskuna þína heita,
fyrir högg og háðungar,
hýðing, þyrnikórónu,
fyrir blóð það allt sem broddurinn skar
um blessaða þína ásjónu,
Jesú Kristí, eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
3.
Eg þakka þér fyrir undir og eymd
alla sem hold þitt þoldi,
fyrir öll þín tár af augum streymd
og allt það þig, Jesú! kvaldi,
klæðflettan og krossfesting,
kvein, fótspor, harðan dauða
og alla lögmáls uppfylling
orðna fyrir blóð þitt rauða,
fyrir sátt við guð og syndabót,
sætt og algjörlegt frelsi
frá öllu því sem mér var mót,
myrkra djöfuls fangelsi.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
4.
Eg þakka þér, minn Jesú Krist,
fyrir þitt hátt réttlæti,
fyrir helgan anda og hans návist
og himneskt eftirlæti,
líka fyrir þá líkn og náð
að lofar þú mér að trúa
að fyrir þitt fullt hjálparráð
eg fái hjá þér að búa;
hvar í pant þitt hold og blóð,
herra, mér vildir gefa
svo síður skyldi sál mín góð
sannleik míns drottins efa.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
5.
Hverninn kunnir þú hærri pant
hjartkærrar elsku þinnar
að gefa mér og gjöra vænt
gagn sáluhjálpar minnar,
innsiglandi að synd mín sé
sannkvitt og fyrirgefin
en eg með blessan eilífre
til eilífs frelsis hafin.
Gef þú eg þessum gleymi síst
gæskunnar velgjörningi,
mér sé og veri í minni víst
míns Jesú sætt fulltingi.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
6.
Líkaminn þinn og benjablóð
blessi nú, helgi og signi
sál mína og önd svo syndaflóð
síður á hana rigni.
Lausnari góður lifðu í mér,
lagfærandi mitt hjarta,
leyf mér og svo að lifa í þér,
lífs eilífs sólin bjarta.
Þú alleina þrennur og einn
þetta hús skal byggja,
Guð og maður, góði Jesús,
gjarnan vil eg þig þiggja.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
7.
Mín fátæk sál hefur fest þér trú
sem fróm og ærleg brúður,
eilífða tryggða unntir þú,
okkur, ó, Jesú góður!
Himna drottningin hún er því
himins og jarðar kóngur
hana trúfesti ektum í,
æja, því kátt hún syngur.
Nú er ráð í nafni guðs
nýfesta tryggð að efna.
Gakk ekki til synda-siðs
sekt eftir fyrirgefna.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
8.
Andlegu skarti, ó, Jesú!
íklæð nú sálu mína,
velprýdda hana varðveit þú
sem virta brúði þína,
tilleggjandi trú og von
og tállaust lítil[l]æti,
guðs elskulegi góði son
gjörvallt ráð hennar bæti.
Hún þreyir gjarnan þig að sjá
í þínu eilífa lífi.
Elsku minnar sé auga á
enn þó ég hér við lafi.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
9.
Veittu mér hvört eg vaki eða sef
vinsemd og návist þína,
hvört et eða drekk eða hvað sem hef
að höndla með nauðsyn mína,
hvört sem eg lifi eða héðan dey,
hverninn sem allt til gengur,
vertu mér hjá en vík ei frá
voldugi dýrðar kóngur;
gef eg segi og syngi spakt
sætasta af þínu nafni,
hrósandi þinni miskunn og makt
mín svo vel blessan dafni.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.
10.
Einkum bið eg þig æ og nú
til ysta lífsins enda,
geym þú mig fast í góðri trú,
græðari minna synda.
Unn þú mér vel að sofna og sætt
á síðustu ævistundu,
ó, Jesú, fyrir þitt blóð útblætt
og benjar, mig þá mundu.
Glaða upprisu gef þú mér,
guði seg mig velkominn.
Veit svo eilífa vist hjá þér;
verði það Amen, Amen.
Jesú Kristí eg þakka þér,
eg lofa þig, eg heiðra þig.