Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Syni mínum, s[éra] Jakob og konu hans ljóðabögur sendar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Syni mínum, s[éra] Jakob og konu hans ljóðabögur sendar

Fyrsta ljóðlína: Ingibjörgu átti eg lengi
Heimild:Lbs 838 4to.
bls.bls. 108
Bragarháttur:Hrynhent með tvíliðahrynjandi
Viðm.ártal:≈ 1700
Flokkur:Ljóðabréf
1.
Ingibjörgu átti eg lengi
að unna vel af hjarta og munni,
gæðafljóð af guðdómsráði
gagni mínu kunni að fagna.
Sú var ljós í sínu húsi,
siðaði allt og bjó til friðar,
unni vorum ektamanni
og undirlýðinn kunni að stunda.
2.
Drýgði föng til nógra nægða,
nótt og dag var herrans ótti
hennar stoð og bænin blíða,
bjargir þessar eymdumm farga,
hjartað gott í raunum rétti
rauna skepnum Guðs til launa,
líknarbrauð með lyndi góðu,
lofaði margur hennar bjargir.
3.
Í munninn veitti minni kvinnu,
mér svo líka herrann ríkur,
nóg á meðan hún með heiðri
hér með dáðum átti að ráða.
Nú er komin í hæðir himna
og hæstan veg en svipt úr trega,
syngur nú fyrir sælum kóngi
sigur og vald um aldir alda.
4.
Kýs eg mér að lenda í ljósi
lifanda Guðs sem henni yfir
ljómann ber og ljóssins skara
og lofa hans nafn um aldir jafnan.
Dyggðir allar dragist til heilla,
dyggða fróði son minn góði,
þinni dóttur þær sem hitti
þín sú móðir ástar-góða.
5.
Ingibjargar eg bið löngum
eðla nafn að blessi jafnan
Jesús minn og ætíð unni
æðstu hlífar sál og lífi.
Afi forn því unga vífi
(ástar sinni fyrri kvinnu)
virta biður af heilu hjarta
og hreina lækning allra meina.