Hrynhent með tvíliðahrynjandi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hrynhent með tvíliðahrynjandi

Lýsing: Eftir hljóðdvalarbreytingu breytist skynjun á dróttkvæðum, þar með töldum hrynhendum. Í stað þess að telja átta bragstöður með einu atkvæði hverja (eða tveimur með skammri hljóðdvöl) koma fjórir hnígandi tvíliðir. Braglínur ríma sem fyrr hver fyrir sig langsetis þar sem skothendingar og aðalhendingar skiptast á. Nú getur rímis aðeins staðið í áhersluatkvæðum nýju bragliðanna og er síðara rímið jafnan í fjórða braglið en hið fyrra einhverjum hinna þriggja. Ekki er lengur fyrirstaða að braglína endi á orði sem hafði skamma hljóðdvöl að fornu.

Dæmi

Hylla skal um eilífð alla
andann forna og konungborna.
Minning þeirra, er afrek unnu,
yljar þeim, sem verkin skilja.
Þeir, sem fyrstir lögum lýstu,
lyftu okkar þjóðargiftu.
Þeirra tign skal fólkið fagna,
festa trygð við þeirra byggðir.
Davíð Stefánsson: Að Þingvöllum V (ii), fyrsta erindi

Ljóð undir hættinum