Afmælisvísa til Ben. Gröndals (6. okt. 1905) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Afmælisvísa til Ben. Gröndals (6. okt. 1905)

Fyrsta ljóðlína:Vor heiða móðir horfir á
bls.241
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1905
Flokkur:Afmæliskvæði
Vor heiða móðir horfir á
hver háu seglin eigi,
sem sólarlogar leiftrum strá
á löngum sigurvegi.
Þar brunar Gröndals bjarta skeið
og blikar gulli fáin,
hún stýrir frjálsa frægðar leið
og fossum klýfur sjáinn.