Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
* Ljóðabréf | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

* Ljóðabréf

Fyrsta ljóðlína:Þekkur lóna ljóma týr
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1860

Skýringar

Skýringar Helga Hallgrímssonar:
„Ljóðabréf þetta er 58 vísur, og virðist kveðið til bróður Guðnýjar. Hún átti þrjá bræður, sem voru í aldursröð: Þórður, Stefán og Halldór, sem varð þeirra kunnastur, bjó á Högnastöðum við Eskifjörð, var 15 árum yngri en Guðný. Pestin sem varð 19 manns að bana á Jökuldal, gekk snemma árs 1860, og kvæðinu var lokið síðasta vetrardag, líklega það ár, en Guðný var þá líklega á Hallormsstað, flutti í Klaustur 1861. Hafís kom að Norðurlandi um miðjan mars en rak burt 25. apríl. (Þorv. Thor.: Árferði á Íslandi, Khöfn 1916-17). Bærinn á Gauksstöðum brann kringum 1860, er líklega átt við hann í kvæðinu. (Eiríkur Eiríksson: Bæjarbrunar á Héraði. Glettingur 8 (1), 1998).“
1.
Þekkur lóna ljóma týr
um lög og frónið bæði,
þér ástgróni hlýri hýr
heilög þjóni gæði.
2.
Fréttir ei eg fæ að von,
flest mig þegir kringum,
minnar eiginn móðurson,
meina sleginn hríngum.
3.
Veit eiganda þvingar þinn,
því skal grand ei klaga,
hug ef blanda meintir minn,
margskyns vanda daga.
4.
Nokkrir klæðast heiðri há,
hinir mæðast, þreyja,
slasast, græðast, girðast þrá,
giptast, fæðast deya.
5.
Fyrra árið fram svo rann,
feigðar sár og kvíða,
missir fjár og bjargar bann,
bjó oss fárið stríða.
6.
Afla fengur hér og hvar
harðfengt mengið sótti,
bregðast lengi blessunar,
bjargar fengi þótti.
7.
Þroska dró úr þurri jörð
þerrir nógsamlegur,
rósin dó, en haga hjörð
hjálpar þróast vegur.
8.
Rekkar slá en rakar ljá
refla gná af megni,
skiptu þá um skýin há,
skúrinn sáir regni.
9.
Tjáðu frómir töðurnar,
tíndu blómi núna,
hímdu tómar hlöðurnar,
heimtu grómið fúna.
10.
Í viku hætta máttu menn,
á miðjum slætti íðnum,
yfirvættis ótíðin,
ekki hætti gríðnum.
11.
Heyið fúið, hrakið brennt,
hesta kú og sauði,
dæmdi nú að hlið sé hent,
harður búinn dauði.
12.
Haustsins tíð í garðinn greið
gekk um síð, ei betri,
fyrir þýð að þjóðin kveið
þeim óblíða vetri.
13.
Fram á gói víst eg veit,
vægan þó má kalla,
sjaldan snjóar byrgðu beit,
börðin, mó og hjalla.
14.
Hlíðin orði höfunds síns,
hélt frá Norðurlandi,
drepsótt orðin liljum líns
og lundum korða að grandi.
15.
Á Jökuldalnum jólum frá,
jarðir dýrðar tiggja,
nítján salnum náins á,
neyð og kyrðir þiggja.
16.
Dánar eru dýrar tvær,
djásna hvera sunnur,
dætur séra Þorgríms þær,
þráir ver báls runnur.
17.
Auðs með gæðum bóndabær
brann þar hræðilega,
húss úr næði fólkið fjær
flýði svæðið trega.
18.
Móti fangi mæðan stríð,
mjög vill angri kasta,
ljóst að vanga harmahríð,
hefur langafasta.
19.
Grimmra ljóni barði beit,
bylja tóna veður,
sundur hjóna hjörtun sleit
heljartjóni meður.
20.
Kólgu ljóra kvistirnir,
kífs frá órum snúnir,
hjeldu fjórir hálfrónir
til himinkóra búnir.
21.
Ekkjur tvistar bleyta brár,
börnin gista sama.
Græðir Kristur sinna sár
og sviptir bistrum[?] ama.
22.
Gædda hóli þegna þrjá
þar næst kól á svæði,
orma bóla þunda þá
þengill sólar græði.
23.
Gott er að falla hans í hönd,
sem heyrir alla lýði,
þó hann kalli af mér önd,
eg því valla kvíði.
24.
Arka læt eg augun frí
upp um sæti mána,
furðu að nætur starfi sný,
stjarnan vætir brána.
25.
Hvarma baugum hvarfla eg,
hugann spaug það grætir,
glansa lauguð, guðdómleg,
gráti augun væti.
26.
Veit eg ei það grætur góð
geisla meyjan fríða,
máske hún eygi þegar þjóð,
þungt er slegin kvíða.
27.
Tignar háa hvelfíng blá,
hnettir á sem roða,
andinn þráir þar að fá,
þig að sjá og skoða.
28.
Þegar stangar þenking mín
þrekin angurs pína,
æ hvað þangað upp til þín
öndu langar mína.
29.
Drottinn svona lífs eilífs
lætur vonir skína,
í helmyrkronum heljar kífs,
huggar sonu þína.
30.
Ljóss í tjöld voru borin blíð,
blossa öldu Gerður,
lífs við kvöld og lokið stríð,
ljóma földuð verður.
31.
Bjargar forðum heiti í heim,
hreppti borða Nanna,
býr á storðu betra seim,
blítt mannorðið sanna.
32.
Dáðum búna bóndi dýr,
bróðir núna mætur,
messu rúna hirðir hýr,
heiðurs frúna grætur.
33.
Felur grænu fötin nýt
fyrir bænum mínum,
fóstra hefur kæn en hvít
að hlífa vænleik sínum. [Endurgert]
34.
Hana dustar hret ómjúkt,
hristir, burstar, skekur,
norðan gustar frost og fjúk,
fast að hlustum rekur.
35.
Grænlendingur hafs um hyl
hana kringum veður,
slær um hring og stelur yl,
stórri þvingun meður. [Hafís]
36.
Syðra er talað, þegnar þar,
þorsk hákallinn fengi,
en nyrðra úr salnum Seltjarnar
síld og hvalur gengi.
37.
Guð að lýðum gæti enn,
gefi tíðir betri,
særing líða sumir menn
af sulti níðings tetri.
38.
Þegar fley um hvala hyl,
hýða veginn ferða,
Garðarseyjar ösla til,
öld mun fegin verða.
39.
Mýkir allra mein og þrá,
munaðs gallar þegja,
vetur hallast veldi frá,
verður kall að deyja.
40.
Förgum sorg um sinnu ból,
Sofnirs torga gætir,
rennur á morgun sumarsól
um sal og borgarstræti.
41.
Sólin gyllir heið og heim,
hauðrið snilli þekur,
auðs með fylli grund og geim,
grand í villu rekur.
42.
Náttúran með væran varm
vekja kann á fætur,
sofa fram á sínum arm
sáð jurtanna lætur.
43.
Lóan syngur lofti í,
liljur engis gróa,
hnappur springur, skúraský
skolar lyngið móa.
44.
Burstuð vindum, brúðarleg,
brárnar yndis hlýna,
grænum linda gyrðir sig,
grund og tindar skína.
45.
Hlífi oss drottinn hvörja stund,
hér er gott að búa,
hann að óttast, hans í mund,
högum rótt að snúa.
46.
Í hans hendi allt vort ráð,
er hans bending skæra,
nú útsend um lög og láð,
lýð að endurnæra.
47.
Því er hróðug hyggjan mín,
hvað á slóðu mætir,
það er góða gæskan þín,
grönd og móð upp rætir.
48.
Líf í dauða lánar oss,
linar nauða þráin,
bjargarsnauðum býtir hnoss,
blessuð auðu stráin.
49.
Þegar ráðin þrjóta mig,
þín á báðar hendur,
eilíf náðin sýni sig,
sem með þjáðum stendur.
50.
Eftir betri ævin fer,
þá uppheims feta vegi,
það eg set fyrir sjónir mér
á síðsta vetardegi.
51.
Ljóss í öldum líðandi
leiðist öldin fríða,
lífs í tjöldum ljómandi
og lýða fjöldann blíða.
52.
Von sú blífur bjargi á,
býður líf í dauða,
svo mig hrífur ekki á
æðsta kífið nauða.
53.
Gengur fljóð á beðinn brátt,
býður góðar nætur,
mínum bróður dilli þátt,
draumaóður sætur.
54.
Sýndu ei þjóðum sumargjöf,
síst má góðu kvelda,
lestu óðinn, leggðu á döf
lagð á glóðir elda.
55.
Síst á borð er berandi,
brestur orðin valin,
ljúft á horfðu logandi
letur borða galinn.
56.
Faðm í blíða farsældin,
fagran skríða gætir,
uns þér blíða eilífðin
allan kvíða bætir.
57.
Allt sem kjörum auðnu snýr
á framförum bestu,
hljóti börinn bónda dýr,
blíður og ör í flestu.
58.
Dagsnafn, mánuð, ár né öld
ekki mun eg segja,
hljóttu lán og heillafjöld,
hanagal má þegja.