Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
RoðhattsbragurFyrsta ljóðlína:Undarlegast böl með baga
Höfundur:Þorsteinn Jónsson
bls.bls. 75–88
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Ýkjukvæði
Skýringar
Viðlag:
Blása norðan byljirnir, ber ég því hyggju móða, því eg var rænd roðhattinum góða. 1. Undarlegast böl með bagaber oft við í heiminum. Ætla eg stunrum eitt til draga oft með sorgar keiminum. Hugurinn er á hálfum snaga, hrapar þegar minnst varir. Blása norðan byljirnir. Bágt vill ganga lukku að laga, laumast burtu án hljóða. Þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
2. Einn er ég sem af þeim segiógjæfunnar fundunum, finnst mér sem þeir bak mitt beygi og brjáli yndisstundunum, kviðdreginn á knjánun þreyi, í kofanum til þar ekkert ber. Blása norðan byljirnir. En farga það mér fyrnist eigi og fágæfunnar móða. Þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
3. Frá honum er það fyrst að segjaað faðir minn sæli átti hann, sagði eg skyldi svo burt deyja að síst ég fengi í burtu þann, í langfeðga ætt nam teygja, eignarréttinn kominn að sér, blása norðan byljirnir, og þurfti hvorki maður ne neyja mér við honum bjóða. Þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
4. Þá var ég við ungdóms aldurer mér barst það gersemi; að vitund manna hans tími er taldur tíu hundruð misseri; í kvisi var hann Klakkharaldur keypti hann við Hetlands sker, blása norðan byljirnir, þá var eigi kollurinn kaldur kóngsins Norðra þjóða, þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
5. Askurinn var í art og snoðiundarlega til búinn: úr skotlensku sköturoði, skyggndur allur kollurinn; það var enginn húsgangshroði, húðin skín sem kristals gler, blása norðan byljirnir, engum þótti gull á goði, þá gekk ég með hann til þjóða. Þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
6. Öll voru máluð ofan börðinýmislegum myndunum, í hann sáust engine skörðin, ádráttur með sniðunum, kostugleg var kollsumgjörðin, kemur aldrei þvílíkt hér, blása norðan byljirnir, sást þar loftið, sól og jörðin með safni alls kyns þjóða. Þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
7. Hnapps í stað á hægri vangahörgabrúður Tobba sat; af því varð þeim allt vel ganga sem áttu þetta höfuðfat, atgjörvið með auðnu langa eins það vildi reynast mér, blása norðan byljirnir, honum títt á hlustardranga í hríðum gjörði bjóða. Þeir hafa rænt mig roðhattinum góða.
8. Ekki er gaman út að skýraatvik þau þá missti eg hann; óhamingjan að mér stýra æðstu höfuðskepnu vann; mögnuð vinda magt órýra mitt um lamdi heyrnarsker, blása norðan byljirnir, sleit þá af mér djásnið dýra, dreif að sorgarmóða. Nú var ég rændur roðhattinum góða.
9. Upp eg höndum offra náði,ætlaði strax að ná til hans; það fór ei með réttu ráði, reis mér af því mæðudans; hann var þá kominn langt frá láði í loft upp fyrir höfuð mér, blása norðan byljirnir, féll ég því í feikna gráði, flatur – og það var skjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
10. Upp stóð eg með angri og lúa,æpandi af sárri neyð, harmurinn réð til hjarta snúa en hatturinn fauk sína leið, nýgenginn úr kórnum kúa, með knefunum njeri brúna gler, blása norðan byljirnir, klíndist þá af kámi hnúa kletturinn sjónarglóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
11. Sá ég loks hann sveif til jarðar,seinn var eg ei á fæti þá; misjafnt voru hríðir harðar, hafði eg fulla trú þar á að einhvers staðar ofanjarðar á honum fengi eg klófestir, blása norðan byljirnir, og skeytti lítt þó skaflagarðar skíran hafðu slóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
12. Hljóp ég þá sem skolli í skinni,skapinu þótti ganga í vil, en það fór ei að ætlun minni, önnur rauk þá hríðin til; hatturinn fauk í sama sinni svo sem fugl í loft upp fer, blása norðan byljirnir, til bróklinda tals úr inni tungan lafði hin móða, því eg var rændur roðhattinum góða.
13. Á honum sjón ég alla missti,ógæfunnar teikn það var, farið kolls í fönn eg kyssti í fjörbrotunum æskunnar; hirti eg ei um hvar eg gisti, hans ég leita tók fyrir, blása norðan byljirnir, ferðabænir fram ég hristi og fór svo vegaslóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
14. Á nesinu fyrst ég lagði Langa,lýsti eg eftir honum þar; ei að heldur greitt nam ganga að geta spurt upp hvar hann var, en seggir höfðu séð þar spranga svartan flóka upp yfir, blása norðan byljirnir, gekk eg út til ystu tanga, yndis firrtur gróða, því eg var rændur roðhattinum góða.
15. Hljóp ég út á hafísjaka,hvass stóð vindur landi frá; til Hollands gjörði honum aka, hitti eg menn og spurði þá, en þeir gjörðu undir taka ekki neitt til fróðleiks mér, blása norðan byljirnir, skenktu þeir mér skútu laka svo skoskra kom til þjóða; eg sagðist rændur roðhattinum góða.
16. Þaðan fór ég að Þýskalandi,þar var ei til frétta par, en sagt var mér að svartur andi sveimað hefði um loftið þar, allavega útlítandi eins og kringlótt hettuder, blása norðan byljirnir, í Rússland þá eg reri af standi og ræður átti án hnjóða að eg var rændur roðhattinum góða.
17. Eg komst þar í tal við Kalvínista,kom einn fram og mælti það: að hvergi myndi eg hattinn missta heimsins finna í nokkrum stað; þóttist ég með þankann tvista þekkja hann drægi spott að mér, blása norðan byljirnir, byrjaði eg þaðan för með fyrsta frá þeim solli þjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
18. Ekki gafst eg upp við þetta,áfram hélt og kom til Róm, páfanum innti eg allt af létta með auðmýkt við hans herradóm, meðaumkunar brún réð bretta, bænir gjörði hann yfir mér, blása norðan byljirnir, aflátsbréfi upp nam fletta og það lét mér bjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
19. Hélt ég þá að Blálands byggðum,byrjaði ekki áfram greitt; fyrir varð eg fúlum styggðum en frétti um hattinn ekki neitt; djúpt var þar á dáð og tryggðum, drepa vildu berserkir, blása norðan byljirnir, fyllast náði hjartað hryggðum, huganum tók ofbjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
20. Komst eg á tal við kerling eina,kynnti hún mér hið sanna frá að sést þar hefði – svo nam greina – með sólargangi lofti á, hatts í líki – höldar meina – himinteikn það fáséð er, blása norðan byljirnir, hafði síðan hlaup með beina horfið úr augsýn þjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
21. Brátt ég gjörði burtu strokaog beið ei við í þessum stað; hann Útgarða hitti Loka, hýr varð ekki karl við það, bauð eg honum að borða úr poka bringukoll og lýsissmér, blása norðan byljirnir, úr honum rættist ógeðs roka, inn svo nam mér bjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
22. Tókum við þá að tala saman,tjáði eg honum allt í frá; karli þótti greylegt gaman góða hattinn aftur fá; hann kvað sér þanka kynna taman að kominn væri í Vítis hver, blása norðan byljirnir, og sagði eg mundi fá í framan ef færi til Vítis glóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
23. En ég sagðist ei uppgefaásetninginn fyrir sljett; á ferðum hafði engan efa, áfram þaðan stefndi rétt; aldrei lét ég sinnið sefa, sveimaði um hóla, dali og sker, blása norðan byljirnir, þó fengi eg stundum fúlt að þefa fætur hvíldi ei móða, því eg var rændur roðhattinum góða.
24. Ofan til Vítis leið ég lagði,liðugt gekk mér ferðin þá, áfram hélt í einu bragði uns ég staðar portin sá; Þorkell – karlinn – þunni sagði þær spánnýjar fréttir hér, blása norðan byljirnir, að hefði í gær hinn gamli Agði gjört þar hattkúf bjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
25. Inn fyrir portin ei eg sparðiört að ganga, þar ég fann, æ! minn hattinn, undir garði, allan saman beyglaðan, farið var skraut af fögru barði en for og aska hreyfði sér, blása norðan byljirnir, rifin var í hann rauf með skarði og rykktur eins og skjóða, og raun var að líta roðhattinn minn góða.
26. Mér sveif í geð af svoddan skikki,síðbrýnn varð ég ásýndar því Agði hafði öll sín stykki í hann lagt til háðungar; þessa mátti eg þola hnykki því ei hefna treysti mér, blása norðan byljirnir, hvað var mér við heljar gikki hnefana fram að bjóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
27. Gat ég ekki gjört að sinniglögg því hafði mála rök, Fjandann gamla fann þar inni og fyrir hann lagði alla sök, en hann sagði brátt eg brynni ef byrja vildi eg svoddan hér, blása norðan byljirnir, hnoðaði eg í hann háðunginni, heldur varð málóða, því eg var rændur roðhattinum góða.
28. Gat ég ei brúkað geðið spaka,gaf ég Skolla kjaftinn á með hnefanum en háðung staka af högginu hann þóttist fá; skröfuðu þeir mig skyldi taka, skemmtun væri að vinna á mér, blása norðan byljirnir, Andsotinn tók sig af saka og sér kvað það ofbjóða ef reiddist eg af roðhattinum góða.
29. Eldibröndum að mér skutuei að síður piltar hans, neistarnir um háls mér hrutu, af höfðinu brenndu lokkafans, aðrir nefið á mér brutu, út svo skaust með þjóin ber, blása norðan byljirnir, kaldar hjá mér kveðjur hlutu, komst ég svo til þjóða með ræfilinn af roðhattinum góða.
30. Hefi’ eg hann enn á höfði mínuþó hlálega sé hann útleikinn, rétt mun hann í ró og pínu rífka upp allan búninginn. Hvar sem róla ég lífs á línu læt ég hann ei af höfði mér, blása borðan byljirnir: Sveigir hrings og seimalínu svo skal hér fram bjóða raunasögu af roðhattinum góða. |