Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kýklops | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kýklops

Fyrsta ljóðlína:Við fríðra jóa frægðarskeið
bls.143
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1899

Skýringar

„Dáinn 28. nóvember 1899.“
1.
Við fríðra jóa frægðarskeið
var fótum att sem tíðast,
er sá stóð eftir einn á leið
sem örvast lék og fríðast.
Til tuttugu ára átti’ hann fjör
svo ekki var hann þrotinn
en Kýklops varð að fresta för
því fóturinn hans var brotinn.
2.
Sá lagði þó með léttan fót
á lífsins Fjarðarheiði;
hann fékk þar oftast for og grjót
en fór það allt á skeiði.
Hann Kýklops litli lék svo skammt:
hann lifði ekki átta vetur;
en standi’ hann ekki efstur samt
má annar skeiða betur.
3.
Þér finnst að hlutur hans sé smár;
við hinstu vegamótin
þú kýst þó kannske átta ár
og unga brotna fótinn.
Af víxli og brokki býðst þér nóg,
af bikkjum mesti sægur;
að skömminni er það skásta þó
að skeiða og vera frægur.