Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
SkilnaðarkvæðiFyrsta ljóðlína:Við fáum stundum stormakast
Höfundur:Þorsteinn Erlingsson
bls.139
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1897
1. Við fáum stundum stormakastþó staðinn fjöllin girði, því þó að víða verði hvasst er verst á Seyðisfirði. Í konungsmanna kjólaskaut hér koma ljótar hviður: Þar sveiflast einn og sendist braut og svo slær öðrum niður.
2. Þeim hvirfilsvipum sveium við,en síður þeir sem fjúka; þá leggur gæfan hægt á hlið í hlýja sæng og mjúka. Og ekki mun sú höndin hörð við hann sem núna fýkur: hann á að skeiða um Skagafjörð og skoða fagrar píkur.
3. Þá fær hann Eggert börn og bú,sem bæði er mikils virði; því nóg mun efni í eina frú í öllum Skagafirði. Ó, hvílíkt yndi í Eggerts stað að eiga slíkt að reyna; það vesta kynni’ að vera það að velja bara eina.
4. En hitt er verra, vinur kær,að vorum fundum lýkur; en „eftir lifir minning maer“ sem mikið sjaldan fýkur; og þér munu allir unna best að eignast góða konu, og góða sýslu, góðan hest og góða og marga sonu. |