Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Tamdir svanir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tamdir svanir

Fyrsta ljóðlína:Nú hefja fuglar sumarsaung
bls.66
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1893

Skýringar

Prentað í Dýravininum 5. árg. 1893, 5. tbl.
1.
Nú hefja fuglar sumarsöng
um sína björtu vegi,
og von er þér sé þögnin löng
á þessum glaða degi.
En hvernig ætti að óma nú
þinn álftarómur blíði?
Á forarvætli verður þú
að vera borgarprýði.
2.
Og von er þér sé hryggð í hug,
og horfinn mesti blóminn
er misst þú hefur frelsi, flug
og fagurgjalla róminn.
En ekkert böl þig beygja má,
þú berð þó langt af öðrum
þó svartri for þú sitjir á
og sért með stýfðum fjöðrum.

3.
Ég veit hvar álft frá veiði fer
af víði köldum svifin,
og fjöður hálf þar engin er
og ekki sauri drifin;
á breiðum vængjum fer hún frjáls
með fjallabeltum háum
og speglar mjallahvítan háls
í heiðavötnum bláum.