Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Skólaminni á fæðingardag konungs II. 8. apríl 1865.Minni konungs (Kristjáns IX.) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skólaminni á fæðingardag konungs II. 8. apríl 1865.Minni konungs (Kristjáns IX.)

Fyrsta ljóðlína:Við öldum sollið Eyrarsund
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla með forlið
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1865
Við öldum sollið Eyrar-sund
í unnar-faðmi breiðum
in forna liggur Fróða-grund
und fjörni dvalins heiðum
og horfir norðri hýrt á mót
of hafsins öfugstreymi
og bendir tengdri bræðra-sjót
að bræðra-heit þeir geymi.

Og þó oss skilji sollin sund,
þars sjávar-öldur gína,
skal enginn spyrja’ að Ísa-grund
á eiða gangi sína;
því menn um Ísa aldna byggð
ei arfi fornum týna;
þeir slka hreysti, elska dygð
og elska bræður sína.

Og enn sú lifir ósk og von
í Íslands niðja barmi,
að hraustur norður-heima son
enn hafi þrótt í armi;
ei Fróða sigrast frón, þó nað’
af fjanda sláist bitrum.
Er ljóni sigrað, þó að það
sé þjáð í andar-slitrum?

Því heilla-óskir hreinar þér
vér hilmi flytjum góða,
og tryggða-heit þér viljum vér
æ veita, stýrir þjóða,
sem annast Fróða öldnu strönd
og eyju Garðars kalda;
þín drottinn gæti. Guð þín lönd
æ geymi’ um aldir alda.