Úr dagbók – Sonnetta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úr dagbók – Sonnetta

Fyrsta ljóðlína:Ó! að eg mætti, meyja, einu sinni
bls.371
Bragarháttur:Tilbrigði við óstýfða sonnettu
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1846-7
Ó! að eg mætti, meyja, einu sinni
mynd þína líta hreina og ástarbjarta,
og enn þá horfa í augað þitt blásvarta
er í þvi gleði hrein og elska brynni,

og vefja um þig eitt sinn hönda minni
og aftur finna mér í hjarta streyma
sæluna fornu’, er fundum bæði heima
er fagra þrýsti’ eg, meyja! höndu þinni.

Þá væri svalað þessu tóma hjarta,
er þorstann núna hvergi sefað getur,
og hagur skyldi’ ei heldur framar kvarta.

Mig langar annars lengur ei til, meyja,
en líta þig, svo flýi hjarta vetur,
og svo úr heimi héðan glaður deyja.