Til Jóns Sigurðssonar alþingimanns 1847 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Jóns Sigurðssonar alþingimanns 1847

Fyrsta ljóðlína:Nú birtir dagur, báran kát
bls.39
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1847
1.
Nú birtir dagur, báran kát
á baki Ægis leikur
og sólin blíða gleðigrát
gyllir blóm og eikur,
og fuglar sveima hátt í hring
og heilsa grænum láðum,
og Íslendingar ætla á þing
einhverntíma bráðum.
2.
Og þó að oss sé ekki léð
atkvæði við dóma
þá erum vér þó altjend með
sem áirnar í rjóma;
og svo er og um þetta þing,
nú þykjustum við standa
við tjörnina í hnepptum hring
til heilla fyrir landa.
3.
En ef að satt skal segja frá,
þá sitjum við þó eftir
linaðir við lestrarstjá
af lærdóminum krepptir;
en maðurinn, sem frá oss fer,
fyrir oss skal gjalda
og inna það sem inna ber
og uppi svörum halda.