Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Hjá Fjölnismönnum í gildi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hjá Fjölnismönnum í gildi

Fyrsta ljóðlína:Um ögurskotið ísafrón
bls.32
Bragarháttur:Tvöföld ferskeytla
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1844
(Við heimferð G. Magnússonar með póstskipinu haustið 1844).
Ex tempore.
1.
„Um ögurskorið Ísafrón
sér andar myrkra bylta,
svartálfar kynda elda ón
að efla seiðinn tryllta“;*
nú hallast aftur „harpan forn“
til harma, Gísla tetur,
því hart það særir huga vorn
að héðan ferðu í vetur.
2.
Hún „minnist helst á hrun og tjón“,*
er hér við megum líða;
við eigum okkur engan Jón,
er oss með vilji stríða,
og hinir fáu fara á braut,
fyrstur allra hann Pétur,
til Ísalands að eta graut
eins og þú í vetur.
3.
Við setjum oss hér saman í hnapp
svo sem til að kveðja;
veiti guð þér hvers kyns happ,
er hug þinn best má gleðja;
með einum munni allir vér,
er ekki drukkið getum,
til auðnu, Gísli, óskum þér
og upp á það við étum.


Athugagreinar


1.1–2 „Upphaf á aflagiskvæði eptir Finn Magnússon við heimför Gísla Hjálmarssonar.“ Aths. höf.
2.1 „Úr erfiljóðum Finns.“ Aths. höf.