Milljónamannsefnið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Milljónamannsefnið

Fyrsta ljóðlína:Jeg er inni og úti um stig
bls.168
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ég er inni og úti um stig
umsetinn af dónum
sem alla daga elta mig
út af fáum krónum
og halda að þeir hafi mig
hreint og beint í klónum.
Er ei von ég ergi mig
yfir slíkum flónum?
2.
– Bráðum hyggst ég hreyfa mig,
hef nú stórt á pjónum.
Og þeir fá mig yfir sig
eins og boða’ úr sjónum.
Þeir skulu læra’ að lækka sig,
láta’ af háum tónum,
og að horfa upp á mig
eins og sæmir þjónum.
Þeir skulu góna’ og glápa á mig,
þó göt séu núna’ á skónum.
Þeir hugsa í aurum, eg í millíónum.