Veisludiktur B(jarna) J(óns)s(onar) læknis * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Veisludiktur B(jarna) J(óns)s(onar) læknis *

Fyrsta ljóðlína:Historían ný til handa bar
bls.232–243
Viðm.ártal:≈ 1725–1750
Tímasetning:1731–1732
Flokkur:Gamankvæði
1.
Historían ný til handa bar,
hver úr ebresku útlögð var
á Grænlands mál með artugt snið, –
erkirisar þar kannast við, –
hafði til Íslands hafísinn
hingað til vor einn veturinn,
í annálum þetta eitt ég finn.
2.
Meistarar hafa mér svo sagt,
mikil gleði og ríkdóms makt
hanttéruð borg var einni í,
allt fýsti sæla að gera því,
giftu sig mest af girnda sið,
gerði það mestyngisfólið,
augljóst skal hér eftirdæmið.
3.
Allt þetta náði uppbyrja
eftir siðvenju laganna,
ráðahag vildi rækja sinn
rétt, svo hann yrði fullkominn,
sendandi út um borg og bý
bjóðandi öllum veislu í,
var hann höyfflega virtur því.
4.
Brúðkaupið til þá búið var
boðsmenn á gangi sáust þar,
þófahirtirnir reyndu rás
rennandi hart um foldarbás
frá austri, vestri og allt um kring,
æ, hvað mikil varð sú fylking,
fágað var allt með fofnis bing.
5.
Safnað var öllum saman í eitt
svo að þeim betur yrði veitt,
í hentugt pláss að herra sið,
heitir þetta baðstofa mið,
gluggum með prýdd af gleri þó,
gleði var þar og hugarró,
af þessu fengu aumir fró.
6.
Oflangt að telja upp er það,
öllu hverninn var tilskikkað,
maður er ei svo minnisfær
að muna allar reglur þær,
en í von þeirri’ ég áfram fer,
ef einhver sá, sem hygginn er
færir í lagið fyrir mér.
7.
Alla að telja í þeim krans
ei getur tunga meðalmanns,
þó vil ég nefna nokkra hér
næst því sem sagan útskýrer:
Soðbúrshaldari sagður einn
siðferðisprúður, lyndishreinn,
valdi skikkun sá vitri sveinn.
8.
Til frammistöðu fenginn var
frægðarmaður, sá mektir bar,
Jón trassi ráði öllu einn,
æruvandur og dyggðahreinn.
Talsmaður brúðar *takist sá,
tigulegri ei finnast má.
Eg held þér segið allir já.
9.
Með honum gengu þegnar þrír,
þeirra lofstír ei virðist rýr,
smásveinn hans einn og Símon kall,
söngmaður haldinn afgamall,
Hrosshaga-bóndi’ að heiti Jón,
hefir sá tíðkað sálmatón,
segja þann flestir þarfan þjón.
10.
Jón lögmaður kom einninn inn,
Einar púki var tapparinn.
Línkonan Ærða-Lauga skal.
Leist þeim sem síðar drengjaval
valinn til styrktar Valdi einn,
var annar nefndur fjósasveinn
sem oftast er um hendur hreinn.
11.
Þessu næst inn kom þýðleg drós
þeg(n)ar sem undan báru ljós,
glerhimni yfir gullhlaðs ná
greint var mér sumir héldi á.
Kvæða-Finna sú kyrtlalín
kallast á móðurmáli sín.
Sú mun aflétta seggja pín.
12.
Með henni gengu meyjar tvær,
Margrét og Katrín heita þær,
og ótal fleiri önnur fljóð
sem ekki nefnir sagan fróð.
Til sætis skikkað síðan var
sveinum og meyjum komnum þar.
Trassi í þessu tryggðir bar.
13.
Innir það sagan ýtumrétt,
í raðir þrjár var niður sett.
Bænda múgur og búra lið
borð höfðu fram lengst dyrnar við.
Kvenfólk óæðra köppum hjá
kunni þar gagnvart sætum ná.
Aðalfólkið var innar frá.
14.
Innan var stofan öll með ljós,
aðkomandi mörg sást þar drós.
Kvæða-Finna skartaði skást,
skarst þá margur af heitri ást.
Kvensilfrið líka Katrín bar,
kváðu og sungu meyjarnar.
Allt þá á bjáti í einu var.
15.
Í miðbaðstofu mátti sjá,
mér leist *fordeild að hlýða á,
Símon í Höfða bassann best
byrjar, það þykir skemmtan mest.
Tenor að kyrja trúi’ eg sé
tamt Jóni í Haga Grímssyne.
Læt ég þá aðra liggja’ í hlé.
16.
Trompet, pípu og trumbu són
tíðkaði best Hrosshaga-Jón.
Organ að troða Símon sést,
sú var nú listin allra best.
Jón trassi kallar hóp í hátt:
Herði þið vel á strengja mátt
góðu fólki svo gerist dátt.
17.
Með strengjaleik og gleðskaps gnótt
gleðja náðu þar spilmenn drótt.
Að því búnu var uppsett borð,
örvalundur og gullhlaðs skorð
skenkja þá létu vist og vín,
vilja eftir hver neytti sín.
Trassa svo hljóðar tilsögn fín.
18.
Á borð sem báru ýtar þar
indianiskur þorskur var.
Hunang þeir skerborð hnepptu upp á
Hottentotturum komið frá.
Á krúsirnar var innhelltur
artugur drykkur grænlenskur.
Mátti sér svala maður hvur.
19.
Finnska mjöðinn og franska vín
fengu þeir sér, en sorgin dvín,
ákavíti frá Englande,
írskt var þar líka sykrað thee.
Tyrkneska ölið tappað var,
trú ég, að enginn yrði spar
að meðtaka svo sem belgur bar.
20.
Bikarar stóðu borði á,
brennivíni var hellt á þá.
Jón trassi þetta framkvæmt fékk,
fór honum það sem snotrum rekk.
Valdi og einninn virðum hjá
veglega skikkun kunni að tjá. –
Ó, að vér sæjum aðferð þá.
21.
Greitt er og vert að geta þess
hvað gefið var þar til sælgætess,
plokkfisk og hrökkál fengu fyrst,
við flyðrulifur hann samhrærðist,
hænsna fóhorn og hvað annað
sem hafði þar verið bekokkað.
Margur girntist meðtaka það.
22.
Inn kom þar réttur ókenndur,
á honum smakkar maður hvur,
hölda þó enginn þekkti þann,
þar um spyrjandi siðamann,
höggorma blóðmör heitir sá,
hermir svo glöggt í Völuspá.
Trúi’ ég svo greindi trassi frá.
23.
Á tinkúpunum öllum þar
allra súrasta snakksmér var
síðan kryddað með salti því
sem sendi Tyrkinn á Íslands bý.
Steytt var það út af steini þó
standandi við þann dauða sjó
Sodomítar þar sviftust ró.
24.
Lýður við máltíð lengi sat,
loksins kom innar grautarfat,
berjahrært og í borið skyr,
barmafullt var það áður fyr,
öll voru þau af reyni reitt,
riktuglega þá þótti veitt,
svo á vantaði ekki neitt.
25.
Fullir urðu en saddir síst,
sumir það héldu fyrir víst
að frá þeim degi þyrftu þeir
þiggja ei neina fæðu meir.
Vil eg og frá því segja satt,
sumum varð ekki eftir glatt
sem átu og drukku æði hratt.
26.
Batnaði öll sú beiska þrá
blessan þá trassi lagði á
svo sem að greinir síðar rétt,
slíkt hafa fróðir niður sett.
Á þessum dögum enginn er
orðhrjúfur við þann stálagrér.–
Aftur veröld í öllu fer.
27.
Brúðguminn náði brúka kjól,
buxur flaujels og handaskjól,
kalemangsbol og kápu grá,
karskeiti mórautt höfði á,
stígvél, hosur og stokk af reyr,
stoltur var þó ei randa freyr,
vitandi sig að vera leir.
28.
Brúðarskarti skal birta frá,
bar hún eitt mítur faldi á,
listilegt var í lýðasjón,
léði það henni trassi Jón.
trúi’ ég það væri tannfé hans,
tuktað með prýði eigandans,
ekkert var þvílíkt innanlands.
29.
Niðurhluti með nóglegt skart
nistilgrund skrýddist þá með art.
Mállindinn líka mætur var,
mikil stykki af gulli bar,
búinn til eftir heimsins hátt,
hafði hann Kvæða-Finna átt.
Annað eins þing mun finnast fátt.
30.
Nóglegt silfur á nýtri mey,
nærpilsið var mér kunnugt ei,
yst fata hempu eina bar,
öll sú með spennum forgyllt var,
festi og laufaprjóna prjál,
pung einn drifinn með jötnamál
og annað fleira Ægis bál.
31.
Vegsamleg hjón á Viðrix brú
veitandi mörgum sæmd og trú,
hafði Venus mjög harðan odd
hæfandi þau með girndabrodd,
samhlaup þeirra má segjast plag,
sæla, velyst og besta lag,
er þeirra minning enn í dag.
32.
Brúðhjónin þanninn búin til,
birta eg slíkt í óði vil,
að prýði, ljóma, andlitsmekt
yfir alla þau gengu frekt.
Málshátturinn mun segjast sá
sem er alþekktur ýtum hjá:
Artugra finna eitt öðru má.
33.
Þá var gleði um þagnar múr,
þá var allt angur hjörtum úr,
þá var ei óttast þraut né fár,
þá var eitt farsælt gleðitár,
þá var flest eftir þeirra vild,
þá var hin mesta prýði og snilld.
Þá var lukkan mjög þæg og mild.
34.
Fullsögð ei verður prýðin prúð,
prúð þjóðin varð ei sorgar lúð,
lúðrar, hljóðfæri, leikarnir,
leikir sem voru tíðkaðir,
tíðkanir þessar tjáðust títt,
títt glöddu vel upp mengið frítt,
frítt virtist það sem (fékk þá) prýtt.
35.
Brátt, þegar snæða búið var,
borðsálm Jón trassi uppbyrjar
í kúrelsku svo enginn má
ókenndur nokkurn skilning fá.
Þó málið væri þungt og hátt
þá varð ei trassa orðafátt.
Gerðist flestum í geði kátt.
36.
Brúðhjón þá gengu borði frá
byrjaðist upp að nýju þá
söngvar, leikar í soddan krans,
sunginn var þá kerlingadans,
Dofrasöngur og Dínusspjald,
dásamlegt var það messuhald.
Siðamannsins er svo gott vald.
37.
En þegar staðið allt upp var
ákafir voru spilarar.
Símon fór þá að semja tón,
svo og bóndinn Hrosshaga-Jón.
Grallara hver einn grípur sinn,
gammanum eftir tvísönginn
tíðkuðu bassa og tenorinn.
38.
Loksins kom það, sem ljóst skal tjá,
lýður vildi til sængur gá.
Upp voru búin ýtumrúm
svo ættu þeir næði um næturhúm.
Glæstu herbergi einu í
áttu að hvíla hjónin ný.
Hafði svo trassi hagað því.
39.
Ei vil eg fá mér orða til,
enginn því veit á slíku skil,
utn hvað sagn útvísar
undirdínu hver litur var:
skjöldótt með freknum skoðaðist,
skrautlegri engin auglýstist,
í Lagarnúpi sú litaðist.
40.
Sængurbreiðan var saumuð öll,
sáust á henni verstu tröll.
Skýrt máttu líta skatnar þar
skessa og risi í miðju var;
voru að skemmda verknað sín,
vel það upp hvatti hjónin fín,
allt eins lifnaður á þeim skín.
41.
Herlega gleði hjón ei brast,
hlakkandi til að samlagast.
Var nú með flýti unnið allt,
undir þjónaði fólkið snjallt;
háttuðu svo af hjartans lyst
hvað um nóttina staðfestist
þá hann réð faðma þorna Rist.
42.
Graða Manga með geðlegt fas
góða bæn yfir hjónum las
úr syrpuversi af ástaryl.
Amen þar flestir sögðu til
umvafin dyggð og ástseme
allt eins og myrkrið sólunne,
holdið lét þeim þá heppni í té.
43.
Vissa eg ekki vel af því
vegleg hvað gerðu hvílu í,
nokkuð því geta nærri má
nasasýn sem þar bera á,
fljóðin þar kunna að gera á grein,
getur það ei mín tunga sein.
Sérhver best þekkir sjálfs síns mein.
44.
Nú var fullkomið Njörfa jóð,
náði að hylja hlýrnis slóð,
Möndulfera því dóttir dýr
dregist hafði í æginn skýr.
Aðgættu það hin ungu hjón
af því þau firrtust þegna sjón,
vildu nægja Veneris bón.
45.
Fljóðið *Glens undan faldi heims
fallega lýsti st(r)ætum geims,
Svásuðar bur úr suðurslóð
svo fljótt burt rýmdi Njörfa jóð.
Aðgættu þetta ungu hjón,
af því nam vakna hvarma sjón,
heyrðist til þeirra hjartans bón.
46.
Brúðhjón þess óska bæði mest,
beiddu að nótt ei endaðest
svo að þau mættu sætt með mak
samhalda með sitt ástartak.
Héldu því ei hálfnaða nótt,
hafði dagur upp runnið skjótt,
af sælu þeirri þeim svo varð rótt.
47.
Nú fyrst að dagur nærri lá
nauðug á fætur risu þá.
Mitt í því, þegar föt í fór,
falda eik lítur skjalda Þór,
þekkti að Margrét þetta var,
þorngrund að honum heimtir þar
geðugur morgun-gáfurnar.
48.
Til orða tekur afreksmann:
Ei hef eg hjá mér búning þann,
sem eg ætlaði seima gná,
siðamanninum er hann hjá.
Boðsveinn kallar baugarist:
Ber þú þá gripi inn með list,
morgungjöf vil eg fá sem fyrst.
49.
Pilturinn inn bar prúðan fans,
plögg þau af hendi siðamanns
meðtók og færði Margrét hann.
Mælti hún þá vi siðamann:
Eru það þing þau, elskan mín,
er þú lofaðir brúði þín
þá hún þér byggði blíðu sín?
50.
Svo er þetta af sjálfum mér,
sett niður rétt, sem betur fer.
Auka gripirnir elsku magn,
álit þeirra er minna en gagn.
Margrét segir: Mér er það sagt
að mikil sé þeirra gæða prakt,
en ekki fyrir augun lagt.
51.
Gall við það brúður greitt í *sæng:
Geri þið ekki hörku *brang.
Gripirnir þessir geðjast mér,
góða þekking ég á þeim ber.
Pilturinn leysti upp paufann þá,
prýðin, sem var að horfa á,
geta ei heimskir greint því frá.
52.
Skikkju þöllu svo skenkti hann
skaplegan hana sívalann,
líkur var framan rauðum raf,
rennandi lög sjálfkrafa gaf,
hirti hann tösku einni í,
ætla ég hún væri lekafrí
nema þá birtist breytnin ný.
53.
Þessu var margt til lista léð,
lítil epli þar fylgdu með,
af því þau höfðu ílát sitt
ekki lét hún því geyma hitt.
Sið höfðu girnda svo sem fyr,
soddan má auka ástar byr,
gróin náttúran gagnsest kyr.
54.
Innir ei sagan ýtum þar
afkvæmið hvort að nokkurt var
líklegt þó þykir lýða sveit
lands sem kann glöggt þann þekkja reit
að gæti ei [......] gullhlaðsrein
garpurinn því að hennar mein
linaði ei við [.....]tein.
55.
Nú, fyrst að sagan úti er,
óðar mun styttast fyrir mér,
efnið er spillt en orðin ljót,
ekki neina þau gera bót
af því ég hef og ekki tóm
að útmála þennan leyndardóm
þó hér til brúki hjarta og róm.
56.
Elfar h(l)aup fram við Ránar rið,
rænti mund úlfur Ása lið,
dreyfir oft vökva dagga glas,
drösull á rás, svo rétt eg las
nafn þess er orti nýtan brag,
nú skoði þjóðir mærðar slag,
heitið útskýri ljóst með lag.
57.
Myndaður bindist endi á,
orðstirður bragur veikur sá,
flæða ónæði, fákur hlés
forðist skorðaður róms við nes,
lítt brúkandi flæða fjör
frítt strjúkandi sú ræða ör,
títt fjúkandi sjást kvæða kjör.

> Finis.

> Autor segir:
1.
Mín er ekki mærðin slyng,
margir kvæðið lasta.
Aftan við skal erklering
yfir tólfin kasta.
2.
Ungur samdi eg óðar skrá
austur í -holti Skála-,
til skemmtunar telja má
tekið út að mála.
3.
Sumir kalla drussa dám
dreginn af vondum slinna,
bragnar skulu ei blót né klám
í bögunnar orðum finna.
4.
Út þó leggist illa mér
eftir gömlum vanda,
hrundir ekki hugsi ver
heldur en orðin standa.
5.
Karlmenn bæði og kvenna þjóð
kurteisleg(a) eg beiði
vel upp taki veisluljóð
og vænar þakkir greiði.
Kátlegt viður kvæðissafn
komið af minni hendi
eg hefi bundið annars nafn
svo enginn mér það kenndi.

> Finis.
> Eptir authoris eigin hendi.


Athugagreinar

15.2 fordeild [svo].
45.1 glems í handriti.
51.1 sæng [svo í handriti].
51.2 brang [svo í handriti].