Beinakerlingarvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Beinakerlingarvísur

Fyrsta ljóðlína:Valdsmannsdæmið endað er
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.251–252
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1850–1975
Tímasetning:1854 (?)
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

„Þessar vísur eru gjörðar til Magnúsar Gíslasonar, er um hríð var settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu; hann var skáldmæltur vel. Á Þorskafjarðarheiði er svonefnt Fjölskylduholt, þar eru ótal vörður; en þegar þeim sýslumönnum kom saman um að láta ryðja heiðina og gjöra þar sæluhús, var einnig reist beinakerling í Fjölskylduholti, og skorti þá ekki kveðlinga. Magnús Gíslason sneri sér helzt til Jóns Thóroddsens, og fóru þeirra á milli ýmsar vísur; en þetta eru síðustu vísur Jóns til Magnúsar Gíslasonar, er hann fór úr Ísafjarðarsýslu.
1.
Valdsmannsdæmið endað er,
áður léð af hara,
en gránu minnar goðorð þér
gef eg með að fara.
2.
Þér munu verða þingskil greið,
þú ert tarfur besti,
og helga kanntu læraleið
þó lagavitið bresti.
3.
Kerling þegar fiðra fer
og fornu hitnar roði
settu þing á maga mér
Magnús vörðugoði!