Benedikt Gröndal | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Benedikt Gröndal

Fyrsta ljóðlína:Hátt skal það óma
bls.7–8
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ABcABc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1906
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

„Við blysför Stúdentafélagsins í Reykjavík til hans á 80 ára afmæli hans, 6. október 1906.“
1.
Hátt skal það óma:
>Upp yfir drunga
tímanna lýst hefur ljósvöndur þinn.
>– Kyndla frá ljóma
>kynslóðin unga
geisla vill senda um gluggann þinn inn.
2.Þökk fyrir ljóðin;
>þökk fyrir snjalla
málið, sem töfraði meyjar og hal.
>Lengi mun þjóðin
>list þína kalla
djásn sitt – og geyma sem gimsteina val.
3.Faldskrýdda meyjan
>fögur að líta,
segul- frá -stólinum sér til þín nú:
>Aldrei skal eyjan
>íturhrein, hvíta
glata því skrauti sem gafst henni nú.
4.Tindra æ ljósin
>tindunum yfir
mánabjört kvöld sem minna’ á þín ljóð;
>glóir æ rósin,
>Gröndal, þú lifir
ætíð í heiðri hjá íslenskri þjóð.