Formannatal við Drangey 1873 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formannatal við Drangey 1873

Fyrsta ljóðlína:1. Nokkrum segja frá eg fer
Viðm.ártal:≈ 1850–1875
Tímasetning:1873
Flokkur:Formannavísur
1.
Nokkrum segja frá eg fer
fyrirliðum gnoða
sem á fleyjum sækja ver
senn að eyju Dranga hér.
2.
Baldvin iðinn sækir sjá
sveittum jó á mastra
þó belji hviðum báran há,
Baldvins niður Málmey frá.
3.
Ei sér brá við Ægishríð
Ólafs Jóhann kundur;
kann vel sjá um keipaskíð,
Keldum frá í Sléttuhlíð.
4.
Höfða frá og hingað man
halda Jón að veiðum
geyst á Ránar góðum svan,
getinn sá er Jónatan.
5.
Knör til happa hér um sjá,
hefnir Jóns, Ásgrímur,
beitir knappar bárur á
bóndi Kappastöðum frá.
6.
Halldór metur umsjón á
essi hjálmunvalar
mörgum betur brögnum sá,
borinn Pétri Vatni frá.
7.
Jón með rekkum rennir knör
reið þó freyði bára;
afla fékk við frama kjör
frá Hornbrekku Skúla bör.
8.
Son Guðmundar, Þorsteinn þar,
því, frá Litlu-Brekku
beitir sunda blakk á mar,
best ástundar veiðarnar.
9.
Hátt þó góli báran blá
bur Sigvalda frækinn
þreytir *hjóla þröst um sjá,
Þorsteinn Hólakoti frá.
10.
Jóhann sniðugt sækir sjá
súð þó úðar lemji,
Jóhanns niður Naustum frá,
negluskriða traustum á.
11.
Aflagjarn með ýta þá
essi flæða ríður
hnýsutjarnir títt út á
Tómas Bjarnason frá Á.
12.
Jóhann Grafargerði frá,
gildur Jónas[s] niður,
búinn trafi, borðamá
bárur kafa lætur á.
13.
Hraust með lið á humrafles
hér að eyju Dranga
Jónas niður Jóhanness
jagar liðugt fákinn trés.
14.
Konráð fúsan fara veit,
frægan sveitarstjóra
frá Miðhúsum, Hlés á reit
Hrönn þó brúsi mikilleit.
15.
Jón og knáan Kristins nið
kenni frá Miðhúsum;
hart um bláa hnísumið
hestinn ráar knýr á skrið.
16.
Gísli Ólafs arfi snar,
Ós- frá -landi bóndi,
heppinn dólar húna mar
hart á bólin geirreyðar.
17.
Páll og sefi Sigurðar
sækir frá Undhóli;
húna trefil hækkar snar
Hlés þá skefur meyjarnar.
18.
Jón að vonum vendir æ,
veiðar honum láta,
Gauts af kvon um gráan sæ,
Gíslason frá Miklabæ.
19.
Þóftu gota Þorlákur
þreytir leit við afla,
hrönn alvotri vel kunnur
Vatns- frá -koti Guðmundur.
20.
Guðmund veit ég ítran á
Ægis gráu dýri,
getinn Teiti Garði frá,
græðis reitum kunnur sá.
21.
Hannes þá eg hraustan veit,
hann er Þorvalds niður,
sterkri ráar stýrir geit,
Stapa frá í Tungusveit.
22.
Enn á fleyjum yfir boð
arfi Péturs, Bjarni,
-drif þó megin- dusti voð
Drangs að eyju rennir gnoð.
23.
Hingað farinn fugls- að -veið
frækinn Bjarnar kundur,
Björn frá Starastöðum, skeið
stýrir þara lönd á breið.
24.
Guðmund hröðum hermi frá,
hraustum Sigurðs arfa,
hafs að vöðum húna má
Hafsteinsstöum rennir frá.
25.
Frá Brennigerði Guðmunds bur,
gildur Jón, að veiðum,
Ægis ferðum alvanur
ær þó verði Hræsvelgur.
26.
Er Guðmundur Arason
einn frá Krossanesi
úðar hund í aflavon
[á] Ægis skunda lætur kvon.
27.
Símon börinn Símonar,
seli- frá er Heiðar-,
hrindir knör til happa snar
hér að fjöru Drangeyjar.
28.
Sitt með lið ei situr kjur
Sauðár vinnumaður,
sæs í kviðum sókndjarfur,
Símons niður, Gunnlaugur.
29.
Brúnir *hlýr þó bretti grár
Benedikt Sölva niður
-nesi stýrir Fagra- frá
flyðru mýrar breiðar á.
30.
Frá Hólkoti Sveinn á svað
sækir, Gísla kundur,
veiði notum ötull að
yfir vota fiska hlað.
31.
Aflanotum alvanur
arfi Jóns hugprúður
flæðar gota fram dregur
frá Hólkoti Rögnvaldur.
32.
Stjórnar heldur strengjum á
Stefán Bjarna niður,
stýris- feldum -storki á
stað Ingveldar rennir frá.
33.
Sjávarliða vænt með val
veit eg Jóhann líka,
Stefáns nið frá Stóradal,
stýrir sniðugt borða val.
34.
Keyrir frónið úðar á
Ægis ljón, Þorleifur,
þó að tóni báran blá,
borinn Jóni Reykjum frá.

35.
Hafs á eyki höppin ný,
hefnir Jóns, Þorleifur,
strax frá Reykjum straums um kví
stýrið leikur höndum í.

36.
Færakarfa fram dregur
frá Þorbjargarstöðum,
Gríms er arfi, Ólafur,
aflastarfi fullvanur.

37.
Þó að skvaldri báran blá
börinn Ólafs sækir
hart um kalda humra lá
hann Þorvaldur Reykjum frá.

38.
Frægur talinn formaður
frá Þorbjargarstöðum,
Grími alinn, Ólafur,
ára valinn fram dregur.

39.
Þorberg, sefa Sigurðs, má
sóknarharðan telja;
borða ref um breiðan sjá
beitir Skefilsstöum frá.

40.
Jón frá Hóli, Jóns sonur,
*jálki hjóla fríðum
hátt þó góli Hræsvelgur
hákarls ból fram ríður.

41.
Flekum hagar hér um sjá
Hafsteinn Skúla niður.
Hrauni á Skaga hann er frá
hirti lagar vænum á.

42.
Brókarlæk frá Benóný,
borinn sá er Oddi,
hingað sækir höppin ný
hann sem rækir skaða frí.

43.
Mikli hæða mildingur
meiða klæða blessi,
þeim sín gæði gefi hvur
geimur bæði og Hræsvelgur.


Athugagreinar

9.3 hjóla þröstur virðist hér merkja bátur eða skip, og svo er einnig í
40.2 jálkur hjóla: skip.
29.1 hlýr virðist hér merkja sjór.