Merin frá Miklabæ | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Merin frá Miklabæ

Fyrsta ljóðlína:Á Miklabæ ég á markað fór
bls.47–48
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur:
Verðlaunatexti eftir Ellefta nóvember.
og yfir texta:
(Lag: Mærin frá Mexíkó)
Í bókinni eru ljóð eftir ýmsa höfunda en þeir eru ekki nafngreindir.
Þetta ljóð er eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli að sögn Magnúsar Snædals, sonar Rósbergs G. Snædals, útgefanda bókarinnar.
1.
Á Miklabæ ég á markað fór
og meri var þar ein feit og stór.
Ég gerðist bráður að beisla ’ana,
en bidduu fyrir þér – ég réði ekkert við hana.
Hún frísaði og sló, mig flatan dró,
þann fjanda ég aldrei skilið fæ.
En verst var það, já veistu hvað?
Ég varð að skilja hana eftir á Miklabæ.
2.
Af meyjum þáði ég mjúkan koss
og margir buðu mér falleg hross.
Af skrumi þeirra ég skellihlæ
og skrafa bara um hryssuna á Miklabæ.
Hún tölti nett, svo tók hún sprett,
þann trylling ég aldrei skilið fæ.
En svo fór það, já sárt var að
sjá hana verða eftir á Miklabæ.
3.
Og ég hef komið í kostalönd,
bæði Krókinn, Blönduós og Skagaströnd
og hvar sem mætir mér hryssa brún
heitt ég óska að þarna stæði hún.
Ég tek mér sjúss – og tóbakssnúss,
en tæpast gleði af því fæ.
Mig langar svo, maður, að leggja af stað
og leiða hana burtu frá Miklabæ. –