Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ólafsvaka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólafsvaka

Fyrsta ljóðlína:Oft sagði ég þjóð minni eins og er
bls.7
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur:
(Lag: Oft spurði ég mömmu)
Í bókinni eru ljóð eftir ýmsa höfunda en þeir eru ekki nafngreindir.
Þetta ljóð er eftir útgefandann sjálfan , Rósberg G. Snæda, að sögn sonar hans,, Magnúsar Snædal.
1.
Oft sagði ég þjóð minni eins og er:
„Allt er á leið fram af hengibrún.“
„Látt’ ekki svona, leiðinda kall,“
léttúðug svaraði hún:
„Meira djamm og djamm,
það verður og fer sem fer,
og komið sem komið er.
Meira djamm og djamm,“
2.
Nú hlustar þjóðin orð mín á,
enginn veit lengur hvert förum vér.
„Leiðin til bættra lífskjara“ hér
lokuð í bili er.
Ekkert djamm og djamm.
„Við lifum um efni fram.“
Ég læt gamminn geysa fram.
Jamm og jamm og jamm.
„Við lifum um efni fram . . . .“