Eftirdæmið eitt eg sá | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eftirdæmið eitt eg sá

Fyrsta ljóðlína:Eftirdæmið eitt eg sá
bls.155–157
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Athugasemd: Söguna sem sögð er í kvæðinu má lesa í Máríusögu, bls. 280–282, og bls. 637–639. Skáldið felur nafn sitt í síðustu línu 12. og síðasta erindis þar sem hann kallar sig „skeifuefni“ og getur JS sér til að þar í sé fólgið nafnið Ásmundur en skeifur voru smíðaðar úr Ásmundarjárni svokölluðu.
1.
Eftirdæmið eitt eg sá
hjá einum högum manni.
Væri mér skylt að skýra frá,
ef skaparinn vildi mælsku ljá,
hvörninn barninu bjargaði himnasvanni.
2.
Smiðurinn átti að smíða rær,
spenna töng með hendi.
Barnið frá ég bar þar nær,
en bóndinn gekk í burtu kær.
Það tók upp róna og tárlaust niður renndi.
3.
Bragnar heyra að barnið grætr
beint í húsum inni.
Fór þá faðirinn fljótt á fætr,
flaug það um hans hjartarætr.
Vorkunn var þó væri honum mikið í sinni.
4.
Kemur í húsið kappinn hljóðr
og krýpur að barni sínu.
„Seg þú mér það, sonur minn góðr,
sannlega muntu að þessu fróðr.
Með hvörjum hætti hefur þú fengið pínu.“
5.
„Get eg ei sannara sagt þar í frá,“
svaraði barnið snjalla,
„gleypta eg járn á gólfi lá,
gjörist mér af því hættleg þrá.
Það veltur um iðurin, verð eg því hátt að kalla.“
6.
Tók fyrir brjóstið barnið ungt,
beljaði hátt með æði,
kvað sér vera í kviðnum þungt,
kveikist harmur við þenna punkt.
Faðirinn barnsins fékk so sára mæði.
7.
„Nú er það beint fyrir brjósti hér“,
barnið réði að inna,
„haf þú þínar hendur á mér,
haltu nú á því hvar það fer.“
Faðirinn barnsins fékk ei stríð að minna.
8.
Skorar hann nú með skærri trú,
á skaparann himna hallar
og þá mildu Máríu frú
sem mér er *æðri og líknarbrú.
Skepnur hefur Guð skapað í heiminn allar.
9.
„Drottins brúðurin, dugðu mér
fyrir dýrsta mildi þína,
son minn taktu að sjálfri þér
og sviptu hann öllum meinum hér.
Heiðra skal eg þá himna brúðina fína.“
10.
Þegnum miskunn þá var *ljós,
þegar réð bæn að veita.
Faðirinn sá að ferskeytt ró
féll á gólfið en barnið hló.
Himna smiður um hjálp vill öngvum neita.
11.
Nú hefur háleit himna frú
huggað feðga báða.
Lofa þeir hana með lystum nú,
lesin er víða jarteikn sú.
Frúin, himnanna föður og son réð náða.
12.
Himnaríkis braut og *brú,
bænina heyrðu mína.
Sjáðu nú so til, signuð frú,
að sálin gjaldi ekki nú
þó skeifuefnið skrafi um miskunn þína.


Athugagreinar

Lesbrigði:
8.4 æðri] (JS stingur upp á ’æra’).
10.1 ljós] (JÞ stingur upp á ’nóg’).
12.1 brú] < bü AM 148 8vo (JÞ).
(Íslenzk miðaldakvæði II, bls. 155–157. Þar er kvæðið tekið eftir A = AM 148 8vo, bl. 226v–227v. Einnig styðst útgefandinn (Jón Helgason) við handrit af B flokki sem eru tvö skrifuð eftir glötuðu handriti sem skrifað hefur verið 1699–1700. Þau handrit eru: Nks 1141 fol og JS 405 4to).