Sorg | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sorg

Fyrsta ljóðlína:Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
bls.240–241
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
Tímasetning:1908–1909
Flokkur:Tregaljóð

Skýringar

Jóhann mun hafa ort ljóði Sorg veturinn 1908–1909 en það var fyrst prentað að honum látnum í tímaritinu Vöku 1927. Það er jafnan talið með fyrstu óbundnu nútímaljóðum á íslenska tungu.
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og ljóshafið, yndi næturinnar?
Eins og kórall í djúpum sjó
varst þú undir bláum himninum,
eins og sylgja úr drifnu silfri
hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar.

Vei, vei!
Í dimmum brunnum vaka eitursnákar,
og nóttin aumkvast yfir þínum rústum.

Jóreykur lífsins þyrlast til himna,
menn í aktygjum,
vitstola konur í gylltum kerrum.
– Gefið mér salt að eta, svo tungan skorpni í
mínum munni
og minn harmur þagni.

Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan
himinbogann
og lékum að gylltum knöttum;
við héngum í faxi myrkursins,
þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin;
eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum
hafsins.

Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg,
hálsar, sem skýla minni nekt með dufti?
Í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki
og spýr eitri.
Sól eftir sól hrynja í dropatali
og fæða nýtt líf og nýja sorg.