Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Hymni til Afrodítu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hymni til Afrodítu

Fyrsta ljóðlína:Glitstólsitjandi, eilífa Afrodíta
Höfundur:Saffó (Sappho)
bls.75–76
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Glitstólsitjandi, eilífa Afrodíta,
ástvélfléttandi dóttir Seifs, ég bið þig,
mikla drottning, sorgum og stórum glöpum
> sær ei mitt hjarta.
2.
Kom þú hingað , – ef að þú einhvern tíma
áður heyrðir röddu mína í fjarska,
gakk þú út frá föður þíns himinhöllu,
> haltu svo til mín.
3.
Fyrir gullinvagninn þinn virstu að beita
vindfrám tveimur fríðu svönunum þínum,
ótt þeim vængjum blakandi bruna í gegnum
> bláhimingeiminn.
4.
Niðrá dimma jörðu þeir fljótt þig fluttu, –
farsæl gyðja, bros um ásjónu þína
blítt lék eilífa; hvað ég liði í leyni
> ljúflega spurðir.
5.
Hví ég hefði kallað, og hvað mitt þráði
hjartað glatóða, – „Hvern á ég nú að leiða
inn í ást við þig? Mér inn, hver er sem
angrar þig, Sapfó?
6.
Forðist hann þig fljótt mun hann til þín leita,
forsmái hann þínar gjafir skal hann sjálfur
gefa, elski hann ekki, þig elska skal hann
> – ófúsa jafnvel!“
7.
Þannig kom þú aftur, og af mér léttu
angri þungu, veit það sem hjartað þráir,
leyf það verði, leið það til farsæls enda,
> liðsins í stríði.