Sigfús Blöndal orðabókarritstjóri í Kaupmannahöfn. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigfús Blöndal orðabókarritstjóri í Kaupmannahöfn. 1874–1950

EITT LJÓÐ
Sigfús Benedíkt Blöndal fæddist að Hjallalandi í Vatnsdal 2. okt. 1874. Foreldrar hans voru Björn Lúðvíksson Blöndal bóndi þar og á Heggsstöðum, síðar sundkennari í Reykjavík, sonarsonur Björns sýslumanns í Hvammi, sem fyrstur tók ættarnafnið Blöndal, og kona hans, Guðrún Sigfúsdóttir prests að Tjörn Jónssonar, pr. að Undirfelli, dótturdóttir Björns sýslumanns. Sigfús var mikilvirkur fræðimaður og bókavörður í Kaupmannahöfn. Kona Sigfúsar og ötull samstarfsmaður við Blöndalsorðabók var Dr. Björg Karitas Þorláksson frá Vesturhópshólum. Þau skildu.

Sigfús Blöndal orðabókarritstjóri í Kaupmannahöfn. höfundur

Ljóð
Önundur Póli ≈ 0

Sigfús Blöndal orðabókarritstjóri í Kaupmannahöfn. þýðandi verka eftir Saffó (Sappho)

Ljóð
Hymni til Afrodítu ≈ 1925