Hún | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hún

Fyrsta ljóðlína:1. Hún kom ofan hlíðina, klædd eins og rökkrið
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.15
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) OAOA
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
Tímasetning:1911
Flokkur:Ástarljóð
1.
Hún kom ofan hlíðina, klædd eins og rökkrið
og hljóð eins og nóttin,
heit eins og eldgígsins blossandi bálið,
bitur og köld eins og þóttinn.
2.
Hvað bærðist í svipnum? Hví brunnu svo augun
sem bálkestir lýstu?
Hvað var það ið hulda, sem hugurinn skildi,
að hjartanu þrýsti?
3.
Hún kom þar . . . En eitthvað, sem enginn skildi,
var inn í það vafið . . .
fríð eins og vorið, veik eins og blómið,
voldugri en hafið.