Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sálmur um góðan afgang | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sálmur um góðan afgang

Fyrsta ljóðlína:Á minni andlátsstundu
bls.22–23
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Þessi andlátssálmur er aðeins varðveittur í tveim þekktum handritum: Lbs 199 8vo, bls. 25–26 og JS 272 4to I, bl. 166v–167r. Í Ljóðmælum I, sem hér er farið eftir, er sálmurinn prentaður eftir því síðarnefnda. Sálmurinn var ekki prentaður í Hallgrímskverum sem út komu á Hólum en í Hallgrímskveri á Hólum 1770 er hann í skrá kvæða sem þar eru eignuð Hallgrími. Hálfdan Einarsson sá um þá útgáfu og í JS 272 4to I er sálmurinn með hendi Hálfdanar.
Í JS 272 4to I er fyrirsögn sálmsins:
Ps(almur) um góðan afgang
Tón: Lofið, heiðrið vorn herra
1.
Á minni andlátsstundu,
ó Jesú, vert mér hjá
og mína sál þá mundu,
meinsemd lát ei mjög þjá;
blóðið af þinni undu
yfir mig dreifist þá.
Allir þeir fullan fundu
frið lundu
sem þeirri næring ná.
2.
Þú hefur, Kristur kæri,
kvalræði dauðans mætt
vel so þeim öllum væri
við hans beiskleik óhætt
sem trúar traustið bæri
til þess sem allt fær bætt.
Huggun sú hjartað næri,
hún færi
bót geðs nær böl fær grætt.
3.
Hér þá mitt líf skal linna
lið veittu mér, ó Jesú,
í söfnuð sannkristinna
sál mína inntak þú.
Margfjölda synda minna
í miskunn frá mér snú.
Unn mér að yfirvinna
og finna
láttu mig trausta trú.
4.
Ei lát þú satan svíkja
sál mína í freisting inn
sem synda sekt vill ýkja;
send mér nú anda þinn.
Helstríð kann hann að mýkja
hægt so eg andlát finn,
í hátign himnaríkja
vel víkja
með þér meistari minn.
5.
Lát mig þér vegsemd vanda
víst fyrir heilla lén,
jafnan stöðugan standa
stór neyð þó verði sén.
Ógn dauðans ei lát granda,
eilíft líf veit í gjen.
Ást þinna elsku handa
minn anda
fel eg, faðir. Amen.