Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Reykjavík | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Reykjavík

Fyrsta ljóðlína:Reykjavík maklega má
bls.81
Bragarháttur:Elegískur háttur
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1898

Skýringar

Á þjóðhátíðardaginn 1898.
1.
Reykjavík, maklega má
þín minnast á fagnaðarstundu,
löngum þó fremur en lof
last hafi’ um þig verið sagt!
2.
Satt er það, sárt er það víst,
hvað sárfáir erum og snauðir.
— Kvíðum ei komandi tíð:
kemur með þekkingu vald!
3.
Aldrei því útbyrðis skal
oss örbirgðin kasta, því betur
aflvöðvar stælast við stríð,
— stríðið, það eykur vort þrek.
4.
Satt er að hér eru holt
og hrjóstrugt, en þó er hér fagurt,
brosir við blágrýti rós,
blasa við ljómandi tún.
5.
Aldrei ég sólarlag sá
um sumarkvöld fegurra en hérna,
þegar í lognblíðu lék
ljómi’ yfir vogum og hlíð.
6.
Sett hefur sólgyðjan tjöld
í sumar á Skarðsheiðar-tindum
Esjuna hýrbrosa hún
hjúpar í purpuralín.
7.
Þaðan um loft, yfir lög
hún léttfleygu geislana sendir,
til þess að vekja í Vík
vonirnar góðu hjá oss.
8.
Úti við Arnarhól slær,
á öldunum ljósbláu, kviku,
hörpuna hafmær og skært
hljóma þar ljóðin í dag.
9.
Leika sér ljósálfar glatt
og léttstigir dansa og hlaupa
niður við tjörn, yfir tún
til þess að glæða vort líf.
10.
Vaki þá Víkverjar nú! —
til vor er nú geislunum snúið.
Strengjum þess hugglaðir heit
heill þína að efla, vor bær.
11.
Vor er þín framtíð og vor
er vegur þinn, aldrei því gleymum:
þér ef að búum vér böl,
búum vér oss það um leið!
12.
Reykjavík, rísi þín frægð
við röðulskin komandi tíma!
Mentun og manndáð og vit
merki þitt beri sem hæst!