Lestin mikla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lestin mikla

Fyrsta ljóðlína:Þá leggjumst við
bls.1. árg. bls. 70
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2002
Þá leggjumst við
yfir landakort
í leit að fljótlegustu leiðinni
til framtíðar
heyrum hvíslað
um lestina dýru
sem gengur rakleiðis
inn í bættan heim
og breyttan
brottför á hverri stundu
en munum þá
að það eru engar lestir
á eyjunni
fátt til ráða
nema
smeygja sér í ullarbolinn
klífa fjöllin
vaða árnar
og veðja á rétta slóð
í slagviðrinu.