Draumur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Draumur

Fyrsta ljóðlína:Skýflóki á heiðbláum himni
Höfundur:Christian Matras
bls.2. árg. bls. 114
Bragarháttur:Stuðlaður kveðskapur án ríms og reglubundinnar hrynjandi
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2004 (þýðing)
Skýflóki á heiðbláum himni
yfir Hnakki á reki
og hátt yfir Fiskimúla
tók að tala í þögn
tók að mæla við þig
og mál hans var þögn:
Ég syrgi þig
ég sakna þín.

Aftur svöruðu dalir og fjöll
í djúpri þögn
eins og veröld í sorg:
Við syrgjum þig
við söknum þín