Morgnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Morgnar

Fyrsta ljóðlína:Ég sem geng á vit morgna
Höfundur:Christian Matras
bls.2. árg. bls. 113
Bragarháttur:Stuðlaður kveðskapur án ríms og reglubundinnar hrynjandi
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2004 (þýðing)
Ég sem geng á vit morgna
með sjó og eyjum og lofti
er eftir fáein ár
eða fyrr
ekki til.
Er sem ófæddur
er sem algleymdur.

Fólk hef ég þekkt
sem fékk á dýrlegum morgnum
fyllingu lífs og gjöf,
fólk sem gekk með dauðann við hlið
eins og félaga.

Varst þú fær um að gefa öðrum þá morgna
að minnast?