Vorkvöld í Vesturbænum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorkvöld í Vesturbænum

Fyrsta ljóðlína:Það kvað vera fallegt í Kína
bls.3. árg. bls. 160
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2005
Það kvað vera fallegt í Kína.
Hvergi eru útborin stúlkubörn jafn sláandi fríð
og hóruhúsin í Peking eru guðdómleg í ljósadýrðinni.
Allt jafnast það þó ekkert
á við vorkvöld í Vesturbænum.

Því þá kemur sólin og sest þar
— hún svíkur okkur, skilur okkur eftir í myrkrinu —
hún sígur vestar og vestar.
Sindra vesturgluggar í sjónvarpsbláma
sem geislavirkni brenni í húsunum.

Og nauðgarinn hægir á sér.

Og fagurt er húmið
og draumró og friður
og hægt rotnar fuglshræ á kirkjutúninu.