Án titils tvö | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Án titils tvö

Fyrsta ljóðlína:Í kvöld var lítill drengur drepinn í stofunni heima hjá mér
bls.3. árg. bls. 139–140
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2005
í kvöld var lítill drengur drepinn í stofunni heima hjá mér
blóðið slettist af glampandi skjánum á gulnandi sófasettið
hennar langömmu
lítill drengur var drepinn
það er kannski þessvegna sem nóttin er svona löng
og fylliríið svona botnlaust
ykkar skál! okkar sundurskotnu systkini á gaza
ykkar blóð í okkar kókflöskum
þjáningum ykkar er lokið
okkar byrja kannski aldrei
nema þá í smækkuðu formi offeitra einheltra barna
sem seinna tala um lífsreynsluferlið í vikunni
eða hjá hinni skilningsríku sirrý með áreynslukennda brosið
nei þetta er allt í lagi
ég myndi líka brosa svona ef útlitshönnuðir klæddu mig
í þessar buxur
en við hin sem aldrei vorum lamin
aldrei troðið ofan í ruslatunnur
aldrei kúkað í nestisboxin okkar
við bölvum því að colombina-árásirnar
hafi ekki átt sér stað í hagaskóla
hér gerist aldrei neitt
í mesta lagi migið í pottablóm
samt tekur enginn af skarið
nema kannski þeir sem hafa hugrekki til að hengja sig
og vita ekki að ef eitthvað bíður hinumegin
hefur það ekkert meiri tilgang
en plastkenndur mcdonaldsheimurinn sem þeir yfirgefa
þeir hefðu betur tekið þátt í örvæntingarfullum
sjálfshjálparbúskap sirrýar
þegar þeir flippuðu á öllu valinu
en þeirra vegna fellum við engin tár
því eins og transexúal sjómenn vita manna best
þá fer salt svo illa með gerviefni