Litla stúlkan með eldspýturnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Litla stúlkan með eldspýturnar

Fyrsta ljóðlína:Litla stúlkan með eldspýturnar
bls.3. árg. bls. 86
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2005
litla stúlkan með eldspýturnar
liggur í snjónum fyrir utan mæðrastyrksnefnd
með eldspýtustokkinn í annarri og hasspípuna í hinni
kveikir í hverri pípunni á eftir annarri
og sér jafnóðum sýnir
reyndar var amma hennar drykkjusjúklingur af arnarnesinu
og tórir enn þannig að það er
kurt cobain í rósóttum kjól sem leiðir litlu stúlkuna
yfir í betri heim

um morguninn finnur hana gigtveik einstæð móðir
úr breiðholtinu með þrjú börn (eitt
lesblint eitt ofvirkt og eitt fjölfatlað)
hún er sjálf að bíða eftir síðustu vél inní paradís
en hryðjuverkamenn hafa yfirtekið vélina
og fluginu seinkar um óákveðinn tíma.