Það er eins og allt öðruvísi skip | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Það er eins og allt öðruvísi skip

Fyrsta ljóðlína:Það er eins og allt öðruvísi skip
bls.5. árg. bls. 114–115
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007 (þýðing)
Það er eins og allt öðruvísi skip
muni koma af hafi, á vissu augnabliki.
Ekki smíðað úr stáli né logagylltir fánar þess;
enginn veit hvaðan það kemur
né hvenær;
allt er undir það búið
veislusalurinn gæti ekki verið fínni
allt er til reiðu
fyrir þessa stund sem í vændum er.
Sjávarlöðrið breiðir úr sér
eins og dýrasta ábreiða, ofin stjörnum
í fjarska blikar bláminn
og síðan græni liturinn, bylgjur úthafsins;
allt bíður.
Klettarnir hafa opnað leið
þvegnir, hreinir, eilífir
hafa þeir tekið sér stöðu í sandinum
eins og fylking af kastölum
eins og fylking af turnum.
Allt
er reiðubúið
meðal boðsgesta er þögnin
og jafnvel mennirnir, ætíð annars hugar
vilja ekki missa af ámóta viðburði;
þeir hafa klætt sig í sparifötin
gljáfægt stígvélin
greitt hárið.
Aldurinn færist yfir þá
og enn kemur ekki skipið.


Athugagreinar

Úr: El mar y las campanas