Árshátíðarkvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Árshátíðarkvæði

Fyrsta ljóðlína:Gerist vetrar veður blíð,
bls.5. árg. bls. 65
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Flokkur:Gamankvæði
1.
Gerist vetrar veður blíð,
verður margur galinn,
allir heimta árshátíð,
ærnar, kýr og smalinn.
2.
Af því verða útgjöld stór
sem undir þarf að rísa,
buxur, vesti, brók og skór
borgað er með Visa.
3.
Verulega er veislan fín
og veislustjórinn natinn,
hani, krummi, hundur, svín
hafðir eru í matinn.
4.
Kátur margur maður er,
magnast glens og söngur,
einn ég veit sem ætlar sér
aftur að fara í göngur.
5.
Er á borðum eðalvín
og ekki vantar bjórinn,
galar, krunkar, geltir, hrín
guðdómlega kórinn.
6.
Hér er í boði hámenning,
heldur fátt til vansa,
þegar allt er komið í kring
kyssast menn og dansa.
7.
Margur karlinn klökkur bað
af kellu hrifinn sinni:
„Leyf mér nú að lúta að
látúnshálsgjörð þinni.“
8.
Ansar konan „asninn þinn“,
er með geðið snúið,
„jæja þá í þetta sinn.“
Þá er kvæðið búið.