Kona | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kona

Fyrsta ljóðlína:Ég er staddur á Rauðarárstígnum
bls.11. árg. bls. 126
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2013

Skýringar

Í Són er titill ljóðsins §19 en það birtist síðar í ljóðabók Kristians, Í landi hinna ófleygu fugla (Deus, 2014:55), undir titlinum Kona og er hann notaður hér. Ath. að annað ljóð í sömu bók ber sama titil.
Ég er staddur á Rauðarárstígnum.

Er kominn aftur í eldhúsið á Amager.
Langt frá fjölskyldunni,
veturinn sem ég ætlaði að skilja
og orti um það ljóð.

Janúarkuldinn í Kaupmannahöfn
svo mikill að hann virtist koma
innan frá.

Veturinn þegar allt fraus sem frosið
gat nema dauðinn í andardrættinum.

Hlý eru augun þín en mér fjarri.