Einar H. Kvaran | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einar H. Kvaran

Fyrsta ljóðlína:Stjarnanna döggvar hátt í himins geimi
bls.76–77
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCC
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1934/1936
Einar H. Kvaran
6.
des. 1934
1.
Stjarnanna döggvar hátt í himins geimi
heiðtærar blika eins og glampi á snæ.
Táranna stjörnur hér í jarðar heimi
harmþrungnar tindra á vörum sí og æ:
Hvort tveggja þetta áttu að óðalsjörðu,
anda og kraft í dægurstriti hörðu.
2.
Bendir þú upp, til andans hæstu byggða,
út yfir gröf og dauða nær þín sjón.
Bendir þú niður, hér í dalinn hryggða, –
hugga þú vildir sérhvern duftsins þjón,
er grætur týndar vonir, – veiku barni
veittir þú trú og von á lífsins hjarni.
3.
List þín er göfug, – há í hug og verki, –
hefir þú aldrei flekkað andans skjöld;
hreinleikur, tign, er hennar aðalsmerki;
hún mun því jafnan taka örugg völd
í hugum þeirra, er heiðríkjunni unna, –
hjartans svölun fá við lífsins brunna.
4.
Stjörnur og tár í tunglskininu sindra, –
tvöfaldur heimur, þrunginn gleði og sorg.
Í verkum þínum tár og stjörnur tindra;
titra þau, er þú lýsir sveit og borg.
Ógleymanlegur ertu hverjum manni,
sem ann því fagra og góða, rétti og sanni.