Draumur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Draumur

Fyrsta ljóðlína:Þú breytist. Takmarkanir verða möguleikar
bls.11. árg. bls. 126
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2013

Skýringar

Í Són er titill ljóðsins §3 en það birtist síðar í ljóðabók Kristians, Í landi hinna ófleygu fugla (Deus, 2014:35–37), undir titlinum Draumur og er hann notaður hér.
Þú breytist. Takmarkanir verða möguleikar
og möguleikar verða takmarkanir. Klifuninni
er ætlað að segja eitthvað
sem ekki er hægt að segja, þú breytist.
Þú hverfur. Andartaki áður en sólin kemur upp
er eins og allt hafi verið skapað fyrir tilviljun.
Þú snýrð aftur.
Núna sefur fólkið úr þorpinu mínu.

-8-

Í vatninu komstu nær. Sólin kom upp
á bak við okkur þannig að skuggi myndaðist
í gufustróknum sem stóð upp úr jarðveginum.
Þú nuddaðir axlirnar á mér og ég lygndi aftur
augunum.
Utan úr myrkrinu heyrist hjartsláttur draums.
Það heyrir hann enginn nema við.

-8-

Andartaki áður en sólin kemur upp
er eins og allt hafi verið sagt áður.