Kona dauðans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kona dauðans

Fyrsta ljóðlína:Ég klæðist svörtu
Höfundur:Iskra Peneva
Þýðandi:Kristian Guttesen
bls.8. árg. bls. 172
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010

Skýringar

Lítilsháttar munur á texta ljóðsins hér og í hinni prentuðu útgáfu Sónar stafar af breytingum sem þýðandi óskaði að gera á ljóðinu hér á Braga. Er það þá í samræmi við bók Kristians, Englablóð (2016). Það er háttur góðra skálda að endurbæta verk sín og þýðingar eins oft og þeim þykir þurfa, hvað sem öllum útgáfum líður.

Ég klæðist svörtu
andstætt hugmyndinni um konu
kölluð dauðinn

Daginn sem þig ber að
stendurðu við hlið mér
óhagganlegur
eins og hermenn sem veifa
í kveðjuskyni

Þú horfir í augun mín
banvænlega
kreistir hönd mína
og kyssir mig þrisvar
á kinnarnar
án þess að mæla orð af vörum
sýnir vinahót
faðmar mig
hlýjar mér með handtaki þínu

Klæðist rauðu