Andrúmsloftið í helvíti – vegirnir að handan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Andrúmsloftið í helvíti – vegirnir að handan

Fyrsta ljóðlína:Um óttubil / legg ég leið mína í þokuna
Höfundur:Iskra Peneva
Þýðandi:Kristian Guttesen
bls.8. árg. bls. 170–171
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010

Skýringar

Lítilsháttar munur á texta ljóðsins hér og í hinni prentuðu útgáfu Sónar stafar af breytingum sem þýðandi óskaði að gera á ljóðinu hér á Braga. Er það þá í samræmi við bók Kristians, Í Höndum morðingjans (2016). Það er háttur góðra skálda að endurbæta verk sín og þýðingar eins oft og þeim þykir þurfa, hvað sem öllum útgáfum líður.
I
Um óttubil
legg ég leið mína í þokuna
veginn heim
ég kem að gamla kastalanum
fer hægt
í horninu – könguló
hann heilsar mér
við tökumst í hendur
kyssumst
af ástríðu

II
Ormar í munninum
þeir eru vinir mínir
ef einhver mælir orð af vörum
breytast þeir í myglu
hún bragðast ekki eins og gómsætt epli

III
Ég er eldur
ævarandi varmi
ef einhver nálgast
sortnar andlit hans

IV
Í augunum skríða snákar
inn í djúpið
gljáandi
slímugir
eitraðir
hvæsa
kalla lævísri tungu
gnísta tönnum
ef einhver svarar þeim fullum hálsi
á þeirra eigin ógeðfelldri tungu
munu glóandi örvar skjótast frá þeim

V
Við tókum öll höndum saman
sortnaðar beinagrindur
brennandi vegfarendur
rotnandi lík
grotnandi
förum í annan djöfullegan leik
í leikjum má fyrirgefa
hinum forvitna
saklausa
mikilvæga
og ávallt ofmettaða
og við erum ávallt á byrjunarreit
af því að nýir skrokkar
eru ekki betri en þeir gömlu